top of page

BREYTINGASKEIÐS RÁÐGJÖF OG MEÐFERÐ

Hjá GynaMEDICA vinna læknir og hjúkrunarfræðingur saman sem teymi að því að veita konum sem bestan stuðning, fræðslu, meðferð, eftirfylgni og utanumhald á þessum umbreytingartíma. Boðið er einnig upp á fræðslu um lífstílsþætti ss. svefn, næringu og fleira sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna á breytingaskeiði.

 

Bókaðu beiðni um ráðgjöf vegna breytingaskeiðs en þegar þú skráir þig þá ferðu sjálfkrafa á biðlista og við höfum svo samband þegar við betum bókað þig í fyrsta viðtal.

GynaMedica Infographic-Jun23-01.png

Hvar mæti ég í viðtal?

GynaMEDICA býður uppá bæði fjarviðtöl og staðviðtöl. 

 

Við leggjum mikið uppúr jöfnu og auðveldu aðgengi allra íslenskra kvenna að þjónustuúrræðum okkar.  Við nýtum til þess fjarfundatækni Kara Connect en fjarviðtöl eru nýtt í öllum okkar meðferðum þar sem skoðunar er ekki krafist. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar tíma og fyrirhöfn sem fylgir því að mæta í persónu.

Fjarfundabúnað Kara Connect er vottaður af Landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).

Hvað kostar að koma í viðtal?

Fyrsta viðtal er ítarlegt viðtal, greining og ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi og lækni, 29.900kr.*

 

Til viðbótar er innifalin rafræn eftirfylgni og stuðningur í gegnum vefsíðu okkar þar sem þú getur haft samband með spurningar sem komið gætu upp.

 * Plús KARA Connect þjónustugjald 1.5% - 2% 

bottom of page