top of page
Program is over

5. okt. 2022 - 2. nóv. 2022

Blóðsykurstjórnun á breytingaskeiði

  • 29Days

About

Hollt og gott mataræði er mjög mikilvægt konum á breytingaskeiði. Þá er alveg sérlega mikilvægt að koma stjórn á sykurlöngun og sykurneyslu og með því jafna blóðsykurinn. Sveiflur í blóðsykri hafa slæm áhrif á líkamsstarfsemi og ekki síst á hormónakerfi kvenna. Inga næringarþerapisti mun koma þér af stað í að passa blóðsykurinn en um er að ræða 4 vikna námskeið sem fer fram á FaceBook. Fyrsti fyrirlestur er í lifandi streymi miðvikudaginn 5. október klukkan 18:00 og síðan vikulega þessar fjórar vikur sem námskeiðið varir. Þess á milli er hópurinn mjög virkur en Inga er í stöðugu sambandi við alla þátttakendur. Takmarkaður fjöldi er fyrir hópinn og aldrei fleiri en 20 saman. Kennt verður: - Hvernig er hægt að setja saman máltíðir á einfaldan en ákveðinn hátt, þannig að blóðsykur haldist jafn og sykurlöngun fari ekki úr böndunum. - Kynnt verður nýyrðið „kolvetnakápa“ sem er lykillinn að betri blóðsykurstjórn. - Hvernig er hægt að vinna gegn streitu og álagi og ná betri svefni, þannig að líkaminn kalli ekki á sykur í stress og þreytukasti. - Hvernig er hægt að koma lagi á þarmaflóruna (já, hún hefur mikil áhrif) þannig að hún kalli ekki á sykur. - Hvernig tilfinningar og andleg líðan geta haft áhrif á sykurlöngun. Ef þú vilt vita meira hafðu endilega samband við Ingu í netfangið inga@inga.is eða facebook.com/inga.kristjans

Price

24.900 ISK

Already a participant? Log in

bottom of page