top of page

BREYTINGASKEIÐS RÁÐGJÖF OG MEÐFERÐ

Hjá GynaMEDICA vinna læknir og hjúkrunarfræðingur saman sem teymi að því að veita konum sem bestan stuðning, fræðslu, meðferð, eftirfylgni og utanumhald á þessum umbreytingartíma.

 

Einnig er boðið upp á heildræna fræðslu um lífstílsþætti ss. svefn, næringu og fleira sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna á breytingaskeiði.

Mikilvægt er að konur fræðist  og valdeflist til þess að geta tekið ábyrgð á eigin heilsu. Þegar við lítum heildrænt á heilsu okkar og tökum ábyrgð þá getum skapað okkar einstöku vellíðan sama á hvaða aldri við erum. 

Breytingaskeiðsráðgjöf og meðferð er þriggja mánaða ferli sem byrjar á spurningalistum varðandi þín einkenni. Færðu að auki fræðsluefni sent til þín sem þú horfir á fyrir fyrsta tímann.

 

Fyrsti tíminn (1af2) er viðtal við hjúkrunarfræðing sem hefur farið yfir þín svör og skoðar með þér þína sögu og þá valmöguleika sem þér standa til boða varðandi einkenni tengd breytingaskeiði.

 

Seinni tíminn (2af2) er viðtal við lækni þar sem þar sem farið er yfir þitt einstaklingsmiða plan sem og valmöguleika og úrræði fyrir framhaldið.

Innifalið í þessu þriggja mánaða ferli er rafræn eftirfylgni og stuðningur teymisstjóra í gegnum vefsíðu okkar þar sem hægt er að hafa samband og fá svör við spurningum sem upp vakna. 

(www.gynamedica.is/fyrirspurnir)

Við erum með þér í liði!

Heildarverð fyrir báða hluta af

Breytingaskeiðs- ráðgjöf og meðferð er kr. 32.900.- 

og er greitt fyrir báða tímana á sama tíma.

 

Í tímanum hjá hjúkrunarfræðingi verður þér úthlutaður þinn næsti tími sem er hjá lækni sem fer betur með þér yfir þína valkosti og meðferðarúrræði.

Breytingaskeiðs-
ráðgjöf og meðferð

Breytingaskeiðs- ráðgjöf og meðferð er í tveimur hlutum.

Með því að ýta á hnappana hér til hliðar getur þú valið um fjarviðtal eða staðarviðtal. 

Fyrri hluti ráðgjafar er ítarlegt viðtal við hjúkrunarfræðing (30 mín) þar sem farið er yfir þína líðan og einkenni sem og heilsufars- og fjölskyldusögu. 

Fræðsla er veitt um breytingaskeiðið ásamt því að ráðgjöf er veitt um möguleg úrræði. 

Nokkrum dögum fyrir viðtal með hjúkrunarfræðingi færð þú sendan spurningalista sem mikilvægt er að svara fyrir tímann.

 

Að auki færð þú sent fræðslumyndband sem gott er að horfa á fyrir fyrsta viðtal til þess að gefa þér meiri tíma fyrir gefandi samtal við þinn hjúkrunarfræðing. 

Seinni hluti er samtal við lækni sem hefur farið yfir þín svör frá fyrra viðtali og í sameiningu ræðið þið þau úrræði sem henta þér best. 

Hjúkrunarfræðingur þinn mun úthluta þér seinni tímanum.

 

Ath. Heildarverð fyrir bæði fyrri og seinni hluta af Breytingaskeiðs-ráðgjöf og meðferð er

kr. 32.900.- og greiðast báðir tíma við fyrstu bókun. 

NÁNAR...

GM Vefsíða Infographic í vinnslu (6).png

Hvar mæti ég í viðtal?

GynaMEDICA býður uppá bæði fjarviðtöl og staðarviðtöl. 

STAÐARVIÐTÖL eiga sér stað í Lífsteini, Álftamýri 1, 108 Reykjavík.

FJARVIÐTÖL; Við leggjum mikið uppúr jöfnu og auðveldu aðgengi allra íslenskra kvenna að þjónustuúrræðum okkar. 

Við nýtum til þess fjarfundatækni Kara Connect en fjarviðtöl eru nýtt í öllum okkar meðferðum þar sem skoðunar er ekki krafist.

Slíkt fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar tíma og fyrirhöfn sem fylgir því að mæta í persónu.

Fjarfundabúnaður Kara Connect er vottaður af Landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).

Hvað kostar að koma í viðtal?

Viðtölin eru í tveimur hlutum og er fyrsta viðtal (FYRRI HLUTI = 1af2) ítarlegt viðtal, greining og ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi og tekur 30 mínútur en "heimavinna" fylgir á undan fyrsta viðtali sem gott er að klára fyrir fyrsta tímann til að fá sem mestan tíma í góðar samræður. 

 

Síðara viðtal (SEINNI HLUTI = 2af2) er 15 mín viðtal við lækni og bókast SEINNI HLUTI hjá hjúkrunarfæðingi í fyrsta viðtali,

 

Heildarverð er kr. 32.900.-***

 

Rafræn eftirfylgni

Til viðbótar er innifalin rafræn eftirfylgni og stuðningur teymisstjóra í gegnum vefsíðu okkar þar sem þú getur haft samband með spurningar sem upp gætu komið fyrstu þrjá mánuðina.

www.gynamedica.is/fyrirspurnir

Við hjá GynaMEDICA leggjum okkur fram við að veita einstaklingsmiðaða heilsuráðgjöf og trúum því að í sameiningu finnum við þær lausnir sem henta hverjum og einum. 

Við erum með þér í liði og við erum hér fyrir ÞIG!

* GynaMEDICA er einkahlutafélag og ekki hluti af sjúkratryggingakerfi Íslands.

** Flest stéttarfélög niðurgreiða heilsutengdan kostnað. Þú getur haft samband við þitt stéttarfélag, þína hverfisfélagsþjónustu eða vinnustað til að fá frekari upplýsingar um styrki eða niðurgreiðslur. 

ANNAÐ...

menopause_edited.jpg
_edited_edited_edited.jpg

Hvar á ég að byrja?

Fyrir þig sem ert ekki viss hvort þú sért að upplifa einkenni tengd breytingaskeiði

Sendu inn beiðni um 10 mínútna fjarviðtal við hjúkrunarfræðing og þér verður úthlutaður fyrsti lausi tími sem hentar þér. 
kr. 9.900.-

Ath. viðtalið gengur upp í
Breytingaskeiðs-ráðgjöf og meðferð
 
ef óskað er að halda áfram.

_edited_edited.jpg

Breytingaskeiðsráðgjöf og meðferð
ENDURKOMA

Fyrir þig sem ert búin með báða hluta breytingaskeiðsmeðferðar og vilt mæta í endurkomu hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Ef hormónauppbótarmeðferð var valin mæla nýjustu klinísku rannsóknir með endurkomu
eftir 3 mánuði til þess að meta stöðuna og ákveða framhaldið.


Viðtal við lækni

kr. 20.900.-

Viðtal við hjúkrunarfræðing
kr. 15.900.-

bottom of page