top of page

þri., 18. okt.

|

Grand Hotel

Dagur breytingaskeiðsins 2022

Í tilefni af degi breytingaskeiðsins þann 18. október stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði sem er öllum opinn. Bóka þarf sæti þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Viðburðurinn verður einnig í beinu streymi fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með en hafa ekki tök á að mæta.

Lokað fyrir skráningu
Sjá aðra viðburði
Dagur breytingaskeiðsins 2022
Dagur breytingaskeiðsins 2022

Tími & Staðsetning

18. okt. 2022, 16:30 – 19:00

Grand Hotel, Sigtún 28, 105 Reykjavík, Iceland

Um fræðsluviðburðinn

Síðan 1984 hefur 18. október verið dagur breytingaskeiðsins „World Menopause Day“ og í tilefni hans er GynaMEDICA að standa fyrir ókeypis fræðsluviðburði. Þessi dagur er nýttur víða um heim til þess að vekja umtal og fræðslu um allt sem viðkemur breytingaskeiði kvenna og við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja.

Við viljum fræða íslenskar konur og almenning um hvað gerist í líkama þeirra um miðjan aldur, minnka ótímabært brotthvarf kvenna 40 ára og eldri af vinnumarkaði og auka við lífsgæði kvenna á Íslandi. Við trúum því heilshugar að með aukinni fræðslu og umtali um þetta tímabil og annað sem viðkemur heilsu kvenna, getum við aukið skilning kvenna, aðstandenda þeirra og ekki síst atvinnurekenda.

Þema dagsins 2022 er heilaþoka og minniserfiðleikar.  Áhugasamir geta fundið ýmsar upplýsingar um þennan dag hjá International Menopause Society https://www.imsociety.org/education/world-menopause-day/.

Viðburðurinn verður einnig í beinu streymi fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með erindunum en hafa ekki tök á að mæta.

Bakhjarlar þessa viðburðar eru Samtök Atvinnulífsins og Besins en þeir gera okkur kleift að búa til þennan fría fræðsluviðburð.

Dagskrá


  • 30 mínútur

    Húsið opnar


  • 10 mínútur

    Björk Jakobsdóttir opnar viðburðinn

6 more items available

Deila

Vilt þú frekar fylgjast með viðburðinum í lifandi streymi á Facebook? 

Smelltu boxið hér fyrir neðan og skráðu þig.

logo.webp
bottom of page