top of page

Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt!


Breytingaskeiðið og tíminn í kringum tíðahvörf eru ákveðin tímamót í lífi kvenna. Á þessum tíma fer starfsemi eggjastokkana dvínandi og mikil breyting verður á framleiðslu kvenhormónana Estrogens, Prógesterons og Testósterones í líkamanum. Um er að ræða náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum yfirleitt á aldrinum 40-55 ára. Meðalaldur kvenna að fara í tíðahvörf er 51 árs. Tíðahvörf (menopause) er dagurinn þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu blæðingum og breytingaskeiðið (perimenopause) er 5-10 ára tímabil fram að því. Upplifun kvenna af þessu tímabili er afar misjöfn. Ákveðinn hluti kvenna finna lítið sem ekkert fyrir þessum sveiflum á meðan aðrar upplifa mikla vanlíðan og vanmátt. Einkennin eru misjöfn eins og þau eru mörg en eitt af 

einkennunum sem veldur gjarnan hugarangri og streitu er þyngdaraukning, en 60-70% kvenna getur búist við því að þyngjast á breytingarskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Þrátt fyrir að sveiflur í þyngd séu almennt hluti af lífinu hjá mörgum þá virðist það vera að sumar konur upplifa sig  í frjálsu falli, sama hvað þær gera  þegar það kemur að þyngdaraukningu á þessu tímabili. 

Í raun er breytingaskeiðið ákveðið streituástand fyrir líkamann, það verða breytingar og ójafnvægi sem líkaminn þarf að aðlagast. Þetta ástand getur haft áhrif á fitusöfnun með ýmsum hætti.


Konur lýsa því gjarnan að það sem virkaði áður virkar ekki lengur


Almennar ástæður fyrir þyngdaraukningu á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf:

  • Kvenhórmónaframleiðsla dvínar  

  • Aldurstengdar breytingar (vöðva- og beinrýrnun)

  • Almennt minni hreyfing án þess að við áttum okkur á því

  • Erfðir 

  • Utanaðkomandi þættir eins og sjúkdómar og lyf hafa líka áhrif.


Hormónaflöktið og breytingin á kvenhormónabúskapnum hefur áhrif á efnaskiptakerfin okkar með þeim hætti að orkunotkun minnkar, fitusöfnun eykst og matarlyst breytist. 

Kvenhormónið Estrogen gegnir stóru hlutverki í því að koma jafnvægi á efnaskiptin ásamt því að hafa áhrif á líkamssamsetningu kvenlíkamans.


  Þegar hormónið Estrogen dvínar 

  • Eykst fitusöfnun, sérstaklega í kringum mittið. 

  • Verður rýrnun á vöðvamassa og vöðvastyrkur minnkar

  • Hægist á efnaskiptum

  • Verður blóðsykursstjórnun óstöðugri

  • Getur kólesteról hækkað (blóðfitur)

  • Aukast líkur á bólgum


Vöðva- og beinmassinn dvínar með aldrinum bæði hjá konum og körlum.


Vöðvamassinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að halda uppi góðri grunnbrennslu. Þegar vöðvamassinn dvínar eykst fituforðinn á móti, og við brennum á sama tíma færri hitaeiningum í hvíld. Hormónin Estrogen og Testósterone spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að viðhalda vöðvamassa og vöðvastyrk.


Hvernig breytist líkamssamsetning kvenna á þessu tímabili: 

  1. Almenn aukning á fituforða: sérstaklega á svæðinu í kringum kvið og efri búk.

  2. Breyting á því hvernig fituforðinn dreifist: Mittisummál eykst út af aukinni kviðfitu. Það er oft talað um þetta sem  innri kviðfitu (visceral fat) sem er fita sem umlykur líffærin. Innri kviðfita ýtir undir líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki týpu 2 og efnaskiptavillu/metabolic syndrome. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti, en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðprýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur

  3. Rýrnun á fitufríum vef: Með aldrinum verður rýrnun á vöðvum, beinum og líffæravef.

  4. Breyting á samsetningu fituvefjar: Það verður röskun á starfsemi fitufrumna sem leiðir af sér aukna bólguvirkni í fituvefjum. 


Þessar breytingar auka líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum og efnaskiptavillu/metabolic syndrome 


Þyngdarstjórnun á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf er margslungið viðfangsefni sem krefst þess að stuðst sé við heildræna, einstaklingsmiðaða nálgun þar sem horft er á þætti eins og næringu, hreyfingu, svefn, andlega líðan og hormónauppbótarmeðferð þegar við á.

Truflandi einkenni breytingaskeiðsins eins og til dæmis svefnvandi, orkuleysi, kvíði,  depurð, áhugaleysi og vöðva- og liðverkir geta haft mikil áhrif á hvort konur nái að sinna heilbrigðum lífsstíl eins og hreyfingu og heilsusamlegri næringu. 


Hormónauppbótarmeðferð getur hálpað konum mikið með truflandi einkenni 

breytingaskeiðsins. Þegar konur upplifa betri líðan eru þær betur í stakk búnar að sinna heildræna púslinu sínu og þá aukast líkurnar á því að þær nái að halda þyngdaraukningunni í skefjum og minnka þá í leiðinni líkur á langvinnum sjúkdómum.


Það að konur upplifi þyngdaraukningu eða breytingu á því hvernig fituforðinn 

safnast fyrir á líkamanum getur ekki einungis haft áhrif á líkamlega heilsu heldur geta áhrifin verið mikil á líkamsímynd og sjálfstraust sem síðan hefur neikvæð áhrif á daglegt líf og andlega líðan.


Um er að ræða nýjan raunveruleika í líkama kvenna á þessum tíma í lífinu sem gerir það að verkum að það sem virkaði áður virkar ekki lengur. Þess vegna er mikilvægt að stalda við og gera breytingar. Það eru til leiðir sem virka!


Nánari upplýsingar er að finna hér í þessum fræðslupósti:


Höfundur:

Harpa Lind Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heilsumarkþjálfi, nemandi í Lifestyle Medicine og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. 



Heimildir:

Chaput, J., McHill, A. W., Cox, R. C., Broussard, J. L., Dutil, C., da Costa, B. G. G., Sampasa-Kanyinga, H. og Wright, K. P. J. (2023). The role of insufficient sleep and circadian misalignment in obesity. Nature Reviews.Endocrinology, 19(2), 82–97. https://doi.org/10.1038/s41574-022-00747-7

Chedraui, P. og Pérez-López, F. R. (2019). Metabolic syndrome during female midlife: What are the risks? Climacteric : The Journal of the International Menopause Society, 22(2), 127–132. https://doi.org/10.1080/13697137.2018.1561666

Chopra, S., Sharma, K. A., Ranjan, P., Malhotra, A., Vikram, N. K. og Kumari, A. (2019). Weight management module for perimenopausal women: A practical guide for gynecologists. Journal of Mid-Life Health, 10(4), 165–172. https://doi.org/10.4103/jmh.JMH_155_19

Denby, N. (2023). Menopause: Nutrition and weight gain. Post Reproductive Health, 29(4), 232–234. https://doi.org/10.1177/20533691231180721

Fenton, A. (2021). Weight, shape, and body composition changes at menopause. Journal of Mid-Life Health, 12(3), 187–192. https://doi.org/10.4103/jmh.jmh_123_21

Greendale, G. A., Sternfeld, B., Huang, M., Han, W., Karvonen-Gutierrez, C., Ruppert, K., Cauley, J. A., Finkelstein, J. S., Jiang, S. og Karlamangla, A. S. (2019). Changes in body composition and weight during the menopause transition. JCI Insight, 4(5), e124865. doi: 10.1172/jci.insight.124865. eCollection 2019 Mar 7. https://doi.org/10.1172/jci.insight.124865

Kapoor, E., Collazo-Clavell, M. L. og Faubion, S. S. (2017). Weight gain in women at midlife: A concise review of the pathophysiology and strategies for management. Mayo Clinic Proceedings, 92(10), 1552–1558. https://doi.org/10.1016/j.mayocp.2017.08.004

Kravitz, H. M., Kazlauskaite, R. og Joffe, H. (2018). Sleep, health, and metabolism in midlife women and menopause: Food for thought. Obstetrics and Gynecology Clinics of North America, 45(4), 679–694. https://doi.org/10.1016/j.ogc.2018.07.008

Mosconi, L. (2024). The menopause brain: New science empowers women to navigate the pivotal transition with knowledge and confidence. Avery.

Newson, L. (2023). The definitive guide to the perimenopause and menopause (1. útgáfa). Yellow Kite.

Porada, D., Gołacki, J. og Matyjaszek-Matuszek, B. (2023). Obesity in perimenopause - current treatment options based on pathogenetic factors. Endokrynologia Polska, 74(6), 10.5603/ep.96679. Epub 2023 Nov 23. https://doi.org/10.5603/ep.96679

Santoro, N., Roeca, C., Peters, B. A. og Neal-Perry, G. (2021). The menopause transition: Signs, symptoms, and management options. The Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism, 106(1), 1–15. https://doi.org/10.1210/clinem/dgaa764

Sipilä, S., Törmäkangas, T., Sillanpää, E., Aukee, P., Kujala, U. M., Kovanen, V. og Laakkonen, E. K. (2020). Muscle and bone mass in middle-aged women: Role of menopausal status and physical activity. Journal of Cachexia, Sarcopenia and Muscle, 11(3), 698–709. https://doi.org/10.1002/jcsm.12547

Sims, Stacy, Yeager, Selena. (2022). Next level, your guide to kicking ass, feeling great and crushing goals through menopause and beyond (1. útgáfa). Rodale books.

Thomas, A. J., Mitchell, E. S. og Woods, N. F. (2018). The challenges of midlife women: Themes from the seattle midlife women's health study. Women's Midlife Health, 4, 8–9. eCollection 2018. https://doi.org/10.1186/s40695-018-0039-9

Van Pelt, R. E., Gavin, K. M. og Kohrt, W. M. (2015). Regulation of body composition and bioenergetics by estrogens. Endocrinology and Metabolism Clinics of North America, 44(3), 663–676. https://doi.org/10.1016/j.ecl.2015.05.011


996 views0 comments

Comments


bottom of page