top of page

Fyrirtíðaspenna

Fyrirtíðaspenna (PMS) - það er raunverulega til!


“æji sorry, ég er alveg að fara að byrja á túr” er setning sem sumar konur nota reglulega vikuna fyrir blæðingar ef þær eru búnar að átta sig á áhrifum tíðahringsins á almenna líðan! Stundum eru það makarnir eða börnin sem átta sig á því að það sé aftur komið “að þessum tíma mánaðarins” þegar kona hefur verið óvenju uppstökk eða pirruð, eða algjörlega niðurbrotin yfir almennt lítilvægu atviki og skilur kannski ekkert afhverju henni líður eins og henni líður - fyrr en hún kíkir á hvar hún er í tíðahringnum.


PMS (premenstrual syndrome), eða fyrirtíðaspenna á íslensku, er krónískt ástand sem margar konur sem fara á blæðingar upplifa. Talið er að um 25% kvenna upplifi miðlungs til mikil einkenni. Einkennin geta verið af ýmsum sállíkamlegum toga og koma fram á gulbússtigi tíðahringsins sem er tíminn frá egglosi fram að blæðingum. Einkenni eru oft verst á seinnihluta gulbússtigsins, eða vikuna fyrir blæðingar. Einkennin hverfa síðan þegar blæðingarnar byrja eða þegar blæðingar eru sem mestar.


Einkennin geta sveiflast og verið mis áberandi og truflandi í hverjum tíðahring fyrir sig.


Líkamleg einkenni:

Eymsli í brjóstum, uppþemba, þyngdaraukning, klaufaskapur, höfuðverkur, bólur.


Hegðunarvandi:

Áköf löngun í mat, almenn þreyta og orkuleysi, einbeitingarskortur, svefntruflanir.


Sálræn einkenni:

Þunglyndi, kvíði, skapsveiflur, pirringur, reiði, vonleysi, grátgirni.

Fyrirtíðaspenna getur haft mikil áhrif á líf sumra kvenna og valdið miklum erfiðleikum bæði í einkalífi og starfi. PMDD (Premenstrual dysphoric disorder), eða sjúkleg fyrirtíðarspenna á íslensku er svo alvarlegra form af PMS.


Lífstíllin skiptir miklu máli og gott er að reyna að huga að heilsusamlegu mataræði 🍏, stunda hreyfingu 🏃‍♀️, minnka streitu og stunda yoga eða hugleiðslu 🧘‍♀️, að halda dagbók yfir tíðahringinn 📔 getur hjálpað.

Meðferðarúrræði eru einstaklingsmiðuð og fara þau eftir alvarleika einkenna og meðferðarsvörun hvers og eins. Oft eru nóg fyrir konur að átta sig á orsökinni fyrir því að henni líður einsog henni líður og oft dugar að gera lífsstílsbreytingar. En í sumum tilfellum þarf að grípa til lyfjameðferðar td með þunglyndis/kvíðalyfjum eða hormónameðferðar. Það þarf oft að breyta meðferðinni með tímanum og það getur verið misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

Gott er að hætta að reykja og minnka áfengisneyslu eða hætta alveg á þessum tíma tíðahringsins. Eins freistandi og það er að fá sér vínglas þá hjálpar það ekki þegar til lengri tíma er litið.


1,106 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page