Breytingaskeiðið er náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum yfirleitt á aldrinum 40-50 ára, stundum fyrr og stundum seinna. Um er að ræða 7-10 ára tímabil áður en konur hætta á blæðingum. Meðalaldur kvenna sem hætta á blæðingum er um 51 árs. Þegar eitt ár er liðið frá síðustu blæðingum eru konur komnar í tíðahvörf.
Um 30% kvenna upplifa mjög truflandi einkenni á breytingaskeiðnu sem skerða lífsgæði. Einkennalisti | GynaMEDICA.is
Dr. Lisa Mosconi er sérfræðingur í taugavísindum og hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á heila kvenna á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Rannsóknir Dr. Mosconi hafa sýnt mjög áhugaverðar niðurstöður um það hvaða breytingar eiga sér stað í kvenheilanum á þessu lífsskeiði. Dr. Mosconi leggur áherslu á hvernig konur geta borið ábyrgð á eigin heilsu á þessu tímabili í lífinu.
Estrogen og heilaheilsa:
Kvenhormónin okkar estrogen, prógesterone og testósterone eru framleidd í eggjastokkunum. Á breytingaskeiðinu dvínar starfsemi eggjastokkanna og lýkur svo eftir tíðahvörf. Það er mikilvægt að átta sig á að á öllum lífsskeiðum kvenna hefur estrogen svo miklu víðtækari áhrif heldur en að vera bara kynhormón.
Allar frumur líkamans eru með estrógenviðtaka sem segir okkur að estrogen hefur hlutverk alls staðar í líkamanum.
Sambandið á milli heila og breytingaskeiðsins/tíðahvarfa:
Dr. Mosconi hefur sýnt fram á það með rannsóknum sínum að kvenhormónaflöktið sem verður á breytingaskeiðinu getur haft áhrif á heilastarfsemi kvenna á ákveðnu tímabili. Lækkun á estrogen hormóninu getur haft mikil áhrif á andlega líðan og vitsmunalega getu kvenna í kringum breytingaskeiðið sem lýsir sér í auknum líkum á kvíða, depurð, skapsveiflum, minnisvanda og einbeitingarskorti.
Dr. Mosconi segir estrogen virka eins og bensín fyrir heilann.
Heilinn notar um 20% af heildarhitaeiningunum okkar og orkugjafi heilans er kolvetni/glúkósi. Heilinn þarf glúkósa til þess að starfa almennilega. Kvenhormónið estrógen tekur þátt í að sjá heilanum fyrir aðalnæringarefninu sínu glúkósa. Með því hlutverki hefur estrógen áhrif á andlega líðan og vitsmunalega getu hjá konum.
Þegar estrogen gildin minnka á breytingaskeiði minnkar bensínið á tankinum (heilanum). Þetta getur haft áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr kolvetnunum/glúkósanum, sem síðan getur haft í för með sér að konur upplifi einkenni á borð við heilaþoku, minnisvanda og andlega vanlíðan.
Áhrif lífsstíls á heilaheilsu:
Samkvæmt Lisu Mosconi getum við haft áhrif á heilaheilsuna okkar með lífsstílnum. Regluleg hreyfing, nægur svefn, streitustjórnun og vitsmunaleg örvun eru allt þættir sem geta stutt við heilaheilsuna okkar.
Dr. Mosconi leggur sérstaka áherslu á næringu. Mataræði sem inniheldur Omega 3 fitusýrur og andoxunarefni er mikilvægt.
Dökkgrænt grænmeti, ber, feitur fiskur, hnetur og heilkorn er matur sem sýnt hefur verið fram á að geti minnkað líkurnar á vitrænni skerðingu. Miðjarðarhafsmataræðið og þarmaflóran (gynamedica.is)
Hlutverk hormónauppbótarmeðferðar HRT:
Í sumum tilfellum getur HRT meðferð verið hjálpleg fyrir konur sem eru að upplifa truflandi einkenni á breytingaskeiði. Mikilvægt er að hver og ein kona taki upplýsta ákvörðun um hvort sé þörf á meðferð með heilbrigðisstarfsmanni sem er vel að sér í HRT meðferð.
Dr Lisa Mosconi hefur með rannsóknum sínum varpað ljósi á það hversu mikilvæg tengingin er á milli kvenhormóna og heilaheilsu. Það er mikilvægt fyrir konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið að huga vel að heilaheilsunni með heilbrigðum lífsstíl og mögulega skoða hvort þær hafi gagn af hormónauppbótarmeðferð/HRT.
Þegar vel er hugað að þessum þáttum eru meiri líkur á því að við bætum við fleiri gæðaárum við lífið.
Dr Lisa Mosconi hefur gefið út tvær áhugaverðar bækur um heilaheilsu:
Brain food (2019) Brain Food: The Surprising Science of Eating for Cognitive Power: Mosconi PhD, Lisa: 9780399574009: Amazon.com: Books og
XX Brain (2022). The XX Brain: The Groundbreaking Science Empowering Women to Maximize Cognitive Health and Prevent Alzheimer's Disease: Mosconi PhD, Lisa, Shriver, Maria: 9780593542132: Amazon.com: Books
Þriðja bókin hennar er væntanleg í mars 2024 og heitir The Menopause Brain. The Menopause Brain: New Science Empowers Women to Navigate the Pivotal Transition with Knowledge and Confidence: Mosconi PhD, Lisa, Shriver, Maria: 9780593541241: Amazon.com: Books
Heimildir:
Brain food, 2019, Lisa Mosconi
XX Brain, 2022, Lisa Mosconi
Estrogen Matters, 2018, Avrum Blooming
"I was just a shell": Mental health concerns for women in perimenopause and menopause - PubMed (nih.gov)
Systematic review and meta-analysis of the effects of menopause hormone therapy on risk of Alzheimer's disease and dementia - PubMed (nih.gov)
Comentários