Tíminn í kringum breytingaskeiðið er góður tími til að staldra við og endurskoða lífið í heild sinni. Allar jákvæðar breytingar, stórar og smáar, geta með tímanum skipt sköpum til að minnka líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum.
Fyrir konur sem eru komnar í tíðahvörf er mikilvægt að átta sig á að það er aldrei of seint að byrja að gera jákvæðar breytingar í átt að betri heilsu.
Hvað geta konur gert sjálfar til að minnka líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum:
Forðast reykingar
Regluleg hreyfing. Það sem skiptir mestu máli er að finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og þú kemur til með að endurtaka, sjá nánar: Hreyfing á breytingaskeiði (gynamedica.is)
Góð næring, setjum markmiðið á að auka trefjar í matnum með því að borða sem fjölbreyttast úr plönturíkinu. Borðum regnbogann!!. Eftir því sem við bætum inn meira of hollum mat er minna pláss fyrir það sem gangast okkur síður. Sjá nánar: Næring á Breytingaskeiðinu (gynamedica.is); Miðjarðarhafsmataræðið og þarmaflóran (gynamedica.is)
Þyngdarstjórnun, sjá nánar: Þyngdarstjórnun á breytingaskeiði (gynamedica.is)
Góður svefn, sjá nánar: Góðar svefnvenjur á breytingaskeiði (gynamedica.is)
Halda streitu í skefjum, sjá nánar: Streita (gynamedica.is)
Hvað geta konur gert í samvinnu við heilbrigðisstarfsmann til að minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum:
Fylgjast reglulega með blóðþrýsingi, blóðsykri og blóðfitum
Upplýstu lækninn þinn um þína kvenheilsusögu. (sjá nánar: Tengsl hjartaheilsu og kvenheilsusögu (gynamedica.is)
Það er mikilvægt að læknirinn þinn fái upplýsingar frá þér varðandi óreglulegar blæðingar, vandamál á meðgöngum, ef þú hefur farið í gegnum krabbameinsmeðferð og hvenær þú fórst í tíðahvörf.
Tíminn í kringum breytingaskeiðið er mikilvægur gluggi til þessa að eiga gott samtal við þinn heilbrigðisstarfsmann um þína áhættuþætti og hvernig best er fyrir þig að fyrirbyggja hjarta og æðasjúkdóma.
Heimildir:
コメント