top of page
Writer's pictureHarpa Lind

Jólastreita




Margir vilja meina að jólahátíðin sé einn af mest töfrandi tíma ársins, en fyrir margar konur getur hún verið krefjandi og streituvaldandi. Við lifum í samfélagi þar sem gerðar eru kröfur um fullkomna jólaveislu, fallegar gjafir og vel skreytt heimili. Konur á breytingaskeiði sem eru að upplifa hormónaójafnvægi geta upplifað meiri streitu og jafnvel vanlíðan í kringum jólahátíðina.


Í þessum pósti ætlum við að skoða hvernig jólastreita getur haft áhrif á konur á breytingaskeiði og gefa ráð til þess að gera jólahátíðina skemmtilegri og þægilegri.


Konur á breytingaskeiði geta verið að upplifa ýmis einkenni sem tengjast auknum hormónasveiflum, eins og t.d svefntruflanir, pirringur, þreyta, orkuleysi, depurð, kvíði, hita- og svitakóf og fleira. Á sama tíma og þær eru að upplifa þessi einkenni standar margar konur frammi fyrir því að vera með mikla ábyrgð á herðum sér sem tengist jólaundirbúningi fjölskyldunnar. Inni í þetta koma jafnvel fjárhagsáhyggjur, ábyrgð tengd umönnun aldraðra foreldra, skyldur gagnvarnt börnum og barnabörnum og almennt vinnuálag.

Þegar við leggjum alla þessa þætti saman getur skapast ástand sem ýtir undir langvarandi streitu og vanlíðan.


Langvarandi streita getur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu kvenna og ýtt undir líkurnar meðal annars á:

  • Háþrýstingi

  • Veikara ónæmiskerfi (tíðari sýkingar)

  • Depurð og kvíða

  • Svefntruflunum

  • Vöðvabólgu/spennu

  • Meltingarvandamálum


Konur sem eru að upplifa truflandi einkenni breytingaskeiðs þola oft verr streitu og geta þessir samanlögðu þættir leitt til þess að konur upplifi jólahátíðina sem kvöð frekar en gleðilega samverustund með fjölskyldu og vinum.


Ráð til að draga úr jólastreitu:

  • Forgangsraða og segja "nei": Það er ekki nauðsynlegt að gera allt. Veldu þær hefðir og verkefni sem skipta þig raunverulega máli. Ekki hika við að segja "nei" við verkefnum sem valda þér óþarfa álagi.

  • Deildu ábyrgðinni: Það getur verið gott að tímasetja jólaundirbúninginn snemma og dreifa verkefnum jafnt innan fjölskyldunnar. Börn og makar geta tekið þátt í jólaundibúningum.

  • Hugaðu að andlegri vellíðan: Gefðu þér tíma fyrir sjálfa þig, hvort sem það er jóga, hugleiðsla eða göngutúr. Núvitund getur hjálpað við að róa hugann og draga úr streitu.

  • Hafðu góðar venjur í forgang: Holl næring sem er rík af próteinum og trefjum er mikilvæg. Einnig er regluleg hreyfing og nægur svefn mjög mikilvægur. Þetta eru allt hornsteinar heilsunnar sem er sérstaklega mikilvægt að passa upp á á streitumeiri tímum.

  • Minnka væntingar: Fullkomnun er ekki markmiðið. Mundu að jálahátíðin snýst um samveru og kærleika en ekki fullkomlega skreytt heimili, dýrar gjafir eða dýrindis máltíðir.



Sjálfsumhyggja er lykillinn að því að takast á við jólastreitu. Settu sjálfa þig í fyrsta sæti og mundu að það er í lagi að fá hjálp og aðstoð, hvort sem það er frá fjölsyldumeðlimi eða fagfólki. Með því að vera meðvituð um eigin þarfir getur þú tekist á við hátíðarnar af meiri gleði og ró.


Gleðilega aðventu ❤️





383 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page