top of page

PMS og PMDD


PMS (premenstrual syndrome), eða fyrirtíðaspenna á íslensku, er krónískt ástand sem margar konur sem fara á blæðingar upplifa. Talið er að um 25% kvenna upplifi miðlungs til mikil einkenni. Einkennin eru sállíkamleg og koma fram á gulbússtigi tíðahringsins sem er tíminn frá egglosi fram að blæðingum. Einkenni eru oft verst á seinnihluta gulbússtigsins, eða vikuna fyrir blæðingar. Einkennin hverfa síðan þegar blæðingarnar byrja eða þegar blæðingar eru sem mestar.


PMDD (Premenstrual dysphoric disorder), eða sjúkleg fyrirtíðarspenna á íslensku, var fyrst skilgeind árið 1994 og er alvarlegra form af PMS. PMDD er skilgreint sem flókin hormónatengd geðröskun og einkennist af miklum skapsveiflum, kvíða, svefntruflunum og líkamlegum einkennum sem byrja á gulbússtigi tíðahringsins. Talið er að 5-8% af konum þjáist af PMDD.

Ef einkenni PMS eða PMDD hafa áhrif á daglegt líf og almenna heilsu konunnar ætti henni að vera boðin viðeigandi meðferð og stuðningur.

Talið er að konur geti upplifað sjálfsskaða- og/eða sjálfsvígshugsanir í slæmum tilfellum PMS/PMDD.

Konur eru gjarnan ranglega greindar og fá því ekki viðeigandi meðferð.

Einkennin geta verið mismikil og aukist á tímum þar sem hormónasveiflur eru meiri. Dæmi um það er þegar blæðingar byrja, við þungunarrof, eftir fæðingu, þegar brjóstagjöf hættir, við ófrjósemisaðgerð og á breytingaskeiðinu.


Einkennin geta verið af ýmsum sállíkamlegum toga. Einkennin geta sveiflast og verið mis áberandi og truflandi í hverjum tíðahring fyrir sig.


Algengustu einkennin eru:

Líkamleg einkenni:

Eymsli í brjóstum, uppþemba, þyngdaraukning, klaufaskapur, höfuðverkur, bólur.


Hegðunarvandi:

Áköf löngun í mat, almenn þreyta og orkuleysi, einbeitingarskortur, svefntruflanir.


Sálræn einkenni:

Þunglyndi, kvíði, skapsveiflur, pirringur, reiði, vonleysi, grátgirni.


Greining:


Meðferð:

Meðferðin samanstendur af lífsstílsbreytingum, samtalsmeðferð, óhefðbundinni meðferð, hormónauppbótarmeðferð sem hemur egglos, og stundum skurðaðgerð.

Meðferðarúrræði eru einstaklingsmiðuð og fara þau eftir alvarleika einkenna og meðferðarsvörun hvers og eins. Það þarf oft að breyta meðferðinni með tímanum og það getur verið misjafnt hvað hentar hverjum og einum.


Góðar upplýsingar fyrir konur og aðstandendur er að finna á þessari heimasíðu:


2,108 views0 comments

Comments


bottom of page