UM OKKUR
Við hjá GynaMEDICA viljum leggja okkar af mörkum til þess að auka og bæta heilbrigðisþjónustu fyrir konur á íslandi. Það er okkar hjartans mál að stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum kvenna á öllum aldri en leggjum þó sérsaka áherslu á að þjónusta konur á tíma breytingaskeiðsins.
Einkenni breytingaskeiðsins geta haft hamlandi áhrif á sumar konur og þ.a.l. haft áhrif á lífsgæði, líðan og hamingju og það getur verið erfitt að skilja það sem er að gerast í líkamanum á þessu tímabili. Við trúum að með því að auka fræðslu og umtal um þetta tímabil og annað sem viðkemur heilsu kvenna, getum við aukið heilsulæsi og skilning kvenna, aðstandenda þeirra og atvinnurekenda og stuðlað að betri lífsgæðum á breytingaskeiði sem getur spornað við ótímabæru brottfalli kvenna af avinnumarkaði.
Kvenheilsa er okkar hjartans mál og munu allar konur ganga í gegnum breytingaskeiðið. Einkenni geta verið mjög breytileg frá konu til konu og ekki er hægt að þróa eina staðlaða meðferð sem hentar öllum. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu þar sem einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi. GynaMEDICA veitir ráðgjöf, fræðslu og meðferð fyrir konur á breytingaskeiði, við tíðahvörf og eftir tíðahvörf, auk fræðslu um hina ýmsu lífsstílsþætti sem hafa áhrif á konur á þessu tímabili og geta bætt líðan og lífsgæði.
Við störfum samkvæmt hugmyndafræði Newson Health Menopause Society sem er stofnað af þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga sem vinna saman að bættri þekkingu á heilsu kvenna, samspili og áhrifum hormóna hvað varðar sjúkdómaforvarnir og framtíðarheilsu. Við styðjumst við nýjustu þekkingu og rannsóknir dagsins í dag, fylgjum nýjustu klínísku leiðbeiningum og notum hormónauppbótar-meðferð sem í dag telst öruggust og með minnstar aukaverkanir.
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir
Læknir
Framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi GynaMEDICA
Hanna Lilja útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2013. Hún kláraði kandídatsár í Herning og hóf sérnám í kvensjúkdóma-og fæðingarlækningum þar.
Hanna Lilja færði sig svo til Íslands og tók meirihluta sérnámsins á Kvennadeild Landspítalans en ákvað að taka eitt ár í val á Heilsugæslunni. Þar hitti hún margar konur sem voru að glíma við ýmis sállíkamleg vandamál sem við frekari athugun sýndu, í mjög mörgum tilfellum tengjast breytingaskeiðinu. Þetta vakti áhuga hennar á því að skoða breytingaskeiðið betur og hvaða áhrif það getur haft á líf kvenna bæði í einkalífi og starfi sem og á heilsu kvenna til framtíðar.
Hanna Lilja er stofnandi GynaMEDICA og er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun (CPD accredited) í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.
Newson Health Menopause samfélagið sérhæfir sig í að sameina heilbrigðisstarfsfólk um allan heim til þess að bæta meðferð kvenna á breytingaskeiði, auka fræðslu og þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að frekari rannsóknum á breytingaskeiði kvenna.
Með viðeigandi fræðslu, ráðgjöf og meðferð má bæta lífsgæði kvenna á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf til muna. Þetta tímabil sem allar konur ganga í gegnum hefur fengið of litla athygli í gegnum tíðina og er það Hönnu Lilju hjartans mál að auka heilsulæsi allra íslenskra kvenna.
Hanna Lilja er gift og móðir þriggja orkumikilla drengja og á tvo ketti sem eru skemmtilegir hluti fjölskyldunnar.
Áhugamál hennar eru meðal annars; utanvegahlaup, skíði, blómarækt, að borða góða matinn sem maðurinn hennar eldar og auðvitað allt sem viðkemur kvenheilsu.
Harpa Lind Hilmarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og meðstofnandi GynaMEDICA
Harpa er meðstofnandi GynaMEDICA. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2002 og starfaði lengst af hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Eftir persónulega reynslu af breytingaskeiðseinkennum fékk Harpa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu kvenna á breytingaskeiði.
Harpa er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.
Fyrir Hörpu er það hjartans mál að miðla af reynslu sinni og þekkingu til þess að aðstoða konur á þessum eðlilegu tímamótum sem geta þó verið mjög erfið fyrir sumar konur ásamt því að hafa áhrif á framtíðarheilsu þeirra.
Harpa hefur kynnt sér vel hvað konur geta gert til þess að líða sem best í gegnum breytingaskeiðið og hvernig best er að hlúa að sér á þessum tíma lífsins en hún er að auki heilsumarkþjálfi.
Harpa er yngst af þremur systkinum, gift og á þrjú börn og einn hund. Áhugamál hennar eru m.a hreyfing, handavinna, garðrækt og leiðir til þess að byggja upp góða þarmaflóru.
Harpa ver miklum tíma í eldhúsinu og velur vandlega það sem fer ofan í fjölskyldumeðlimi sína.
Harpa býður einnig upp á einstaklingsmiðaða heilsumarkþjálfun og handleiðslu og er hægt að bóka tíma í þá þjónustu með því að senda inn beiðni á „bóka tíma".
Sonja Bergmann
Hjúkrunarfræðingur
Sonja er hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun í fjölskylduráðgjöf og fjölskyldumeðferð.
Í lífi og starfi hefur Sonja kynnst áhrifum breytingaskeiðsins á líf kvenna og fjölskyldna þeirra. Hún hefur upplifað þetta tímabil á eigin skinni sem og í gegnum sína skjólstæðinga og er sannfærð um að hormónauppbótarmeðferð og heildræn nálgun, þ.m.t. streitu- og orkustjórnun hafi lífssbreytandi áhrif á alla þætti heilsunar sem er mikilvægt fyrir konur á þessum tímamótum.
Sonja brennur fyrir því að auka þekkingu kvenna og karla á þessu eðlilega og mikilvæga tímabili í lífi hverrar konu.
Hún er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.
Sonja er unnusta og móðir tveggja drengja. Heimilislífið snýst mikið um íþróttaiðkun drengjanna, sem foreldrarnir elska að vera þátttakendur í.
Sonja sinnir einnig Para- og Fjölskyldumeðferð og handleiðslu í Orku- og streitustjórnun og hægt er að bóka tíma í þá þjónustu með því að senda inn beiðni á „bóka tíma".
Berglind Júlíusdóttir
Læknir
Berglind er almennur læknir sem útskrifaðist frá University of Debrecen. Hún hefur stundað nám og vinnu á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu og finnst brýnt að sama þjónusta sé í boði fyrir alla landsmenn óháð búsetu.
Berglind vann á kvennadeild landspítala sem og nokkur ár í frjósemislækningum áður en hún beindi kröftum sínum til GynaMEDICA.
Hún er búsett á sveitabæ í Bláskógabyggð þar sem hún leggur stund á hobbybúskap ásamt eiginmanni og fjölskyldu meðfram starfi sínu sem læknir.
Berglind hefur víðtæka reynslu sem læknir og er mikil áhugamanneskja um bætta kvenheilsu á íslandi.
Guðrún Björk útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur mikla reynslu af fjölbreyttum heilsufarsvanda kvenna eftir 16 ára starf sem hjúkrunarfræðingur á Kvenlækningadeild Landspítalans og þar áður starfaði hún í 5 ár á Krabbameinsdeild.
Guðrún er að ljúka diplómanámi í sálrænum áföllum og ofbeldi frá Háskólanum á Akureyri þar sem hún hefur lagt áherslu á kvenheilsu. Að auki er hún í sérnámi um endómetríósu og veitir ráðgjöf og meðferð fyrir konur með slíkar greiningar eða grun um endó.
Áður en Guðrún kom til GynaMEDICA var hún hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku og göngudeild kvennadeildar LSH og var auk þess í endómetríósuteymi Landspítalans.
Guðrún hefur mikinn áhuga á ýmsum málefnum sem snúa að kvenheilsu og hafa hingað til ekki fengið mikla athygli í heilbrigðiskerfinu svo sem endómetríósu, áfallasögu kvenna og breytingaskeiðinu. Hún hefur sjálf persónulega reynslu af ýmsu sem tengist kvenheilsu og þekkir hamlandi einkenni breytingaskeiðsins, hormónatengt mígreni, og meðgöngueitrun.
Guðrún býr í Kópavogi ásamt eiginmanni, þremur sonum og hundinum Hugo. Áhugamál hennar eru allt sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu svo sem jóga, líkamsrækt, ýmiss konar sjálfsrækt, útiveru og náttúruvist, heilbrigðu mataræði og matargerð, tónlist, ferðalögum og samveru með fjölskyldu og vinum.
Guðrún er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.
Að auki við Breytingaskeiðs- ráðgjöf og meðferð sinnir Guðrún handleiðslu og stuðningi við einsaklinga með endómetríósu og hægt er að bóka tíma í þá þjónustu með því að senda beiðni um bókun á „bóka tíma".
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
VIÐSKIPTAHLIÐ
Stefán Sigurðsson
Stofnandi GynaMEDICA og fyrrum framkvæmdastjóri
Til minningar um góðan mann...
Stefán Sigurðsson er stofnandi GynaMEDICA ásamt Hönnu Lilju.
Hann varð bráðkvaddur í júlí 2023 og býr áfram með GynaMEDICA teyminu í hugsjón og hjarta.
Sefán var orkumikill hugsjónamaður og lagði þann góða grunn sem GynaMEDICA teymið byggir á.
Stefán var viðskiptamenntaður frá Arizona State University og hafði gengt ýmsum stjórnendastöðum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Áður starfaði hann sem löggiltur endurskoðandi, Finance Director fyrir CCP og sem fjármálastjóri WOW air.
Fyrir sinn viðskiptaferil var Stefán ýmsum kunnugur sem vinsæll útvarpsmaður og dagskrárstjóri en hann stýrði gamalkunna þættinum Rólegt og rómantískt á FM957 um árabil við miklar vinsældir.
Stefán hafði mikinn áhuga á heilsu og líkamsrækt og hvaða áhrif það hefur á líkamann að eldast. Var hann mikill áhugamaður um heilsu og heilbrigðan lífsstíl og fékk að upplifa frá fyrstu hendi eltingaleik eiginkonu sinnar og annara kvenna í hans nánasta umhverfi við að fá rétta greiningu og viðunandi meðferðarúrræði á miðjum aldri.
Sá Stefán hvaða áhrif þetta tímabil hafði á sínar konur og vildi leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að konur á Íslandi þurfi ekki að leita jafn lengi að úrlausn sinna mála og hafi gott aðgengi að skilningsríkri og gefandi heilsuþjónustu.
María Lovísa Árnadótttir
Meðeigandi GynaMEDICA
Hönnun, mannauðs- og markaðsmál
María Lovísa sér um vöruþróun og hönnun og mannauðs- og markaðsmál GynaMEDICA. Hefur hún lengst af starfað Í Bandaríkjunum sem leiðtogaþjálfi en áður starfaði María sem "branding / concept" hönnuður þ.á.m hjá alþjóðlega fyrirtækinu Fitch.
Hún hefur hannað allt frá lógóum, vefsíðum og innanhússmunum yfir í innahússrými fyrirtækja og fyrirtækjastrúktúr og býr að auki yfir 18 ára reynslu af störfum með leiðtogum og leiðtogateymum.
María Lovísa lauk BSD í Innanhússarkitektúr frá Arizona State University árið 2004 og MBA í Stjórnun og stefnumótun árið 2006. Hún hefur verið Certified Transformational Life Coach síðan 2010 og bætir reglulega við sig þekkingu og diplómum, þ.á.m. í jákvæðri sálfræði, NLP og núvitund.
María Lovísa hefur kennt ýmis námskeið, m.a. "Upplifanir í fyrirtækjarekstri" og var um stund aðstoðarkennari í HR í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Hún var formaður Félags markþjálfunar á Íslandi og stóð að því að setja á laggir árlegan Markþjálfunardag félagsins. María hefur víðtæka reynslu af verkefnastýringu á stórum og margþættum verkefnum og hefur haft yfirumsjón með hönnun og uppsetningu veitingarýma og hótela og tekist að opna 120 herbergja hótel á rétt fjórum mánuðum með góðu teymi. Með góðu teymi og góðri samvinnu er allt mögulegt!
María Lovísa hefur alla tíð haft mikinn áhuga á persónulegri sköpun lífsgæða og hefur átt eigin upplifun af einkennum breytingaskeiðsins sem innifól langa leit að viðunandi úrræðum og lausnum. Henni er því hugleikið að hægt sé að stytta öðrum konum sporin í átt að bættum lífsgæðum og vill leggja sitt af mörkum við að auka heilsulæsi kvenna því allar höfum við rétt á að okkur líði sem allra best, sama á hvaða aldri við erum.
María Lovísa er meðstofnandi GynaMEDICA og ekkja Stefáns, móðir tveggja ungmenna, elst sjö systkina og nýtur þess að stunda jóga og hugleiðslu, lyfta lóðum, fara í sund, lesa manneflandi bækur, skapa og upplifa list og tónlist, stunda núvitund, fara í sund og elda hollan og góðan mat.
Níels Rafn hefur yfirsýn með fjármálum og ferlum hjá GynaMEDICA og býr yfir víðtækri reynslu úr viðskiptaheiminum. Í yfir tvo áratugi starfaði Níels við alþjóðleg viðskipti tengd sjávarútvegi en hann er reyndur rekstrarmaður sem býr að auki yfir reynslu úr hótel- og þjónustugeiranum.
Níels sér til þess að rekstrarmálin gangi upp hjá GynaMEDICA og er okkar haukur í horni með fjármál, strúktúr og ferla.
Níels Rafn
Fjármál og rekstur