top of page

AÐRAR ÞJÓNUSTUR

GynaMEDICA býður upp á einstaklingsmiðaða Heilsumarkþjálfun sem og Streitu- og orkustjórnunar- handleiðslu og Para og fjölskylduráðgjöf,

Heilsumarkþjálfun

Heilsumarkþjálfun er fyrir konur sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu.

Þessi þjónusta er ætluð:

  • Konum á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf

  • Konum sem eru að upplifa truflandi fyrirtíðaspennu

  • Konum með PCOS

Heilsumarkþjálfun er einstaklingsmiðuð og heildræn nálgun fyrir þig sem vilt gera jákvæðar breytingar í átt að betri heilsu. Í þessu ferli fer fram ákveðin kortlanging á heilsunni þinni þar sem heilsumarkþjálfi/ hjúkrunarfræðingur aðstoðar þig við að bera kennsl á það sem betur má fara, forgangsraða og setja markmið þar sem þú stjórnar ferðinni. 

Góð heilsa er fjölþætt fyrirbæri og margt sem hefur áhrif eins og t.d næring, hreyfing, svefn, streita, félagsleg tengsl og fleira.

Þessi þjónusta hentar vel bæði fyrir konur sem eru á hormónauppbótarmeðferð og líka fyrir þær sem eru ekki á hormónauppbótarmareðferð og vilja einstaklingsmiðaðan og heildrænan stuðning við það hvernig hægt er að styðja sem best við sína hormónaheilsu.

 

Harpa Lind er hjúkrunarfræðingur, IIN markþjálfi, (Institute for Integrative Nutrition) og nemandi í Lifestyle medicine hjá British Society of Lifestyle Medicine.

Tíminn er 60 mín og kostar kr. 24.900.-

Framhaldstímar eru 30 mín

og kosta kr. 15.900.-

 

 

Streitu- og orkustjórnun handleiðsla

Þegar litið er heildrænt á heilsu einstaklings þarf að líta á líkamlega, andlega og félagslega þætti sem heildarmynd. 

Áhrif fjölskyldunnar og fjölskyldutengsla spila þar stóran þátt og getur verið lykill að því að einstaklingi eða fjölskyldu vegni vel. 

Á breytingaskeiðinu upplifa konur oft breytingu á upplifun sinni af streitu. Það sem var ekkert mál áður er allt í einu orðið mikið mál.

 

Streitu og orkustjórnun getur skipt sköpum fyrir konur sem ganga í gegnum hormónabreytingar vegna breytingaskeiðsins.

Að ná tökum á streitunni og finna bjargráð sem vinna gegn óhóflegri streitu til lengri tíma getur verið lykilatriði fyrir heilsu kvenna á breytingaskeiði.

Sonja Bergmann er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur sem veitir persónulega handleiðslu en hún hefur sérhæft sig í að vinna með streitu starfsfólks inn á vinnustöðum og á breytingaskeiðstímabilinu.

Tíminn er 60 mín og kostar kr. 24.900.-

Framhaldstímar eru 30 mín

og kosta kr. 15.900.-

pexels-monstera-6621224_edited.jpg
Love_edited_edited_edited.jpg

Para og fjölskylduráðgjöf

Þegar litið er heildrænt á heilsu einstaklings þarf að líta á líkamlega, andlega og félagslega þætti sem heildarmynd. 

Áhrif fjölskyldunnar og fjölskyldutengsla spila þar stóran þátt og getur verið lykill að því að einstaklingi eða fjölskyldu vegni vel. 

Sonja Bergmann er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur sem veitir persónulega handleiðslu en hún hefur sérhæft sig í að vinna með pörum og fjölskyldum og einnig í streitu- og orkustjórnun á vinnustöðum sem og yfir tíma breytingaskeiðsins.  

Tíminn er 60 mín og kostar kr. 24.900.-

Framhaldstímar eru 30 mín

og kosta kr. 15.900.-

bottom of page