top of page

Almennir Skilmálar

Neðangreindir Skilmálar gilda fyrir Tímabókanir, Vef og Vefverslun Arigato ehf (GynaMEDICA.is)

 

Þegar þú heimsækir vefinn GynaMEDICA.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. GynaMEDICA.is virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykka/n skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

 

Vefurinn er rekin af Arigato ehf kt: 651021-0140, Laugarásvegi 47, 104 Reykjavík.

 

Arigato ehf (GynaMedica.is) er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustuna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á gynamedica@gynamedica.is.

 

Skilmálar

Vafrakökur:

 • Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

 • Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

  • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar.

  • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna

  • að birta notendum auglýsingar

  • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

 • Við notum Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga. Upplýsingar sem safnast eru ekki persónugreinanlegar.

 • GynaMEDICA.is notar þjónustur Google Analytics og Facebook Pixel til að greina umferð um www.GynaMEDICA.is og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessar þjónustur safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum, án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.

 • Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum.

Reglur um afbókanir og greiðslur fyrir þjónustu:

 • Tilkynna skal forföll eða afbókanir með minnst 24 klst fyrirvara annars áskilur Arigato ehf (GynaMedica.is) sér fullan rétt til þess að rukka fullt verð fyrir bókaða tímann.

 • Fullt gjald er rukkað ef ekki er mætt í bókaðan tíma!

 • Ef greiðsluupplýsingar hafa ekki verið skráðar í greiðslukerfi KARA Connect eða ekki er hægt að ganga frá greiðslu af einhverjum öðrum ástæðum þá áskiljum við okkur rétt til þess rukka 1000 krónur í innheimtu kostnað.

 • Þegar greitt er með kreditkorti í gegnum greiðslukerfi KARA Connect þá leggjast 1.5% - 2% í þjónustugjald KARA Connect ofan á verð þá þjónustu sem veitt er.

 • Hægt er að fá kröfu senda í heimabanka en þá leggst 1.5% umsýslugjald ofaná verð þjónustu.

Póstlisti:

 • Með skráningu á póstlista munum við vista uppgefnar upplýsingar um nafn þitt og netfang. Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér upplýsingar um starfsemi GynaMEDICA og samfélagsins þar í kring ásamt upplýsingum um vörur og þjónustu. Upplýsingarnar eru vistaðar á meðan skráning á póstlistann er virk en ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum og þá mun öllum persónugreinanlegum upplýsingum verða eytt.

 

Síðast uppfært: 14. janúar 2023

bottom of page