ENDÓMETRÍÓSA RÁÐGJÖF OG FRÆÐSLA
Til þess að auka líkur á að læknisfræðileg meðferð virki vel á endó, er mælt með fjölþættri nálgun þar sem lífstílsþættir koma meðal annars við sögu. Þetta á við um alla króníska sjúkdóma.
Nútímalifnaðarhættir geta haft gífurleg áhrif á líkama okkar sem við áttum okkur ekki alltaf á. Hér erum við að tala um streitu í umhverfinu, ýmis efni í kringum okkur og í matvælum, áföll og erfiðleika í lífinu, okkar innri líðan, okkar líkamlega ástand og fleira.
Þjónustan felst í stuðningi við einstaklinga hvort sem viðkomandi er í meðferð annars staðar eða ekki. Þessi þjónusta styður við önnur meðferðarúrræði svo sem lyfjameðferð eða skurðaðgerð.
Endómetríósu ráðgjöf hjúkrunarfræðings GynaMEDICA er einstaklingsmiðuð og heildræn nálgun þar sem tekið er mið af ýmsum mögulegum áhrifaþáttum og veitt er aðstoð við að ná stjórn á eigin heilsu.
Guðrún Björk er hjúkrunarfræðingur með mikla reynslu af heilsufarsvanda kvenna í gegnum starf sitt sem hjúkrunarfræðingur á kvennadeild Landspítala síðustu 16 ár og var auk þess í endómetríósuteymi Landspítalans. Að auki hefur hún lokið sérhæfðu námi um Endometriosis hjá Integrative Women's Health Institute.
Guðrún Björk býður upp á stuðning við konur með endómetríósu eða grun um það. Innifalið er fræðsluefni og eftirfylgni í gegnum netsamskipti.
Þjónusta við konur með endómetríósu er ætluð:
-
Konum með greinda endómetríósu.
-
Konum með grun um endómetríósu.
-
Konum með króníska verki í grindarholi.
-
Öðrum einstaklingum með ofantalið (unglingum, öðrum kynjum).
-
Sem stuðningsúrræði fyrir eða eftir aðgerð vegna endómetríósu eða annarrar meðferðar.
Fyrsti tími er 60 mín og kostar kr. 24.900.-
Framhaldstímar eru 30 mín og kosta kr. 15.900.-