top of page

FRÆÐSLU FYRIRLESTRAR
Í BOÐI

Við leggjum mikla áherslu á fræðslu og upplýsingagjöf sem byggir á nýjustu rannsóknum og upplýsingum. 

 

Við tökum að okkur fræðslu fyrirlestra um ýmis heilsumálefni kvenna og um breytingaskeiðið þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar GynaMEDICA mæta á staðinn.

Við aðlögum erindin að þeim hópum sem við erum að tala við til þess að tryggja að hver hópur fái sem mest út úr fræðslunni. Við nálgumst meðhöndlun á breytingaskeiði heildrænt og því margt sem þarf að huga að en við tökum t.d. á eftirfarandi þáttum:

  • Lífsskeið kvenna og tíðahringurinn.

  • Kynhormónin, blóðtappar og þjálfun.

  • Hvað er breytingaskeið og tíðahvörf?

  • Einkenni og ástæður þeirra.

  • Áhrif á heilsu kvenna og lífsgæði.

  • Hormónauppbótarmeðferð.

  • Þyngdarstjórnun.

  • Hvað getum við gert sjálfar? Lífsstíll, svefn og matarræði.

Til þess að bóka fræðsluerindi hafðu samband við

gynamedica@gynamedica.is

Rannsóknir.png

Við höfum heimsótt fjölda vinnustaða og félagasamtök og tekið þátt í hinum ýmsu fræðsluviðburðum sem og höldum við Dag Breytingaskeiðsins

(18. október) hátíðlegan með fræðslu fyrir almenning.

 

Við höfum verið með fræðslu erindi víða t.d. hjá:

VIRK, ÁTVR, FÍA, FFÍ, HREYFINGU, Framvegis endurmenntun, Arion Banka, Hafnafjarðarbæ, BHM og hinum ýmsu fyrirtækjum og félagasamtökum. 

Hjá GynaMEDICA er hægt er að bóka erindi með Hörpu Lind Hilmarsdóttur (hjúkrunarfræðingi og heilsumarkþjálfa) og Sonju Bergmann (hjúkrunar- og fjölskyldufræðingi) á virkum dögum (með góðum fyrirvara)

sem og á kvöldin og um helgar eftir samkomulagi.

Mæta þær gjarnan báðar á staðinn og halda fræðandi og valdeflandi erindi

og staldra við fyrir spurningar frá áheyrendum.

Hanna Lilja Oddgerisdóttir læknir hefur víða haldið erindi við miklar vinsældir og hefur einnig tekið að sér að fara á „trúnó" með kvennahópum og ræða allt sem viðkemur heilsu kvenna, þ.m.t. tíðahringinn og breytingaskeiðið. 

Verð fyrir erindin eru frá kr. 60-180 þúsund.

Verð miðast við lengd erinda sem og tíma sem þarf að taka frá dagstörfum. 

Fyrir frekari upplýsingar; gynamedica@gynamedica.is

bottom of page