Persónuverndarstefna
ALMENNT
Persónuvernd þín skiptir GynaMEDICA.is miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.
PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
ÁBYRGÐ OG TENGILIÐUR
GynaMEDICA.is ber almennt ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni og er svokallaður ábyrgðaraðili vinnslu í skilningi persónuverndarlöggjafar en kann þó í einhverjum tilvikum að vera vinnsluaðili upplýsinganna, til að mynda við framkvæmd kannana, eða eftir atvikum sameiginlegur ábyrgðaraðili með öðrum. Hægt er að hafa samband með því að senda skriflega fyrirspurn á gynamedica@gynamedica.is ef þú hefur einhverjar spurningar í tengslum við persónuvernd.
SÖFNUN OG NOTKUN
Við notkun á GynaMEDICA.is er aðeins safnað persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að nýta sér síðuna og þá þjónustu sem þar er boðið uppá. Hvaða persónuupplýsingar um ræðir fer því eftir því hvernig síðan er notuð.
NETSPJALL OG FYRIRSPURNIR
Þegar einstaklingur nýtir sér netspjall eða fyrirspurnarform er boðið upp á að skrá netfang og nafn. Vefspjallið og fyrirspurnir er aðeins ætlað fyrir almennar fyrirspurnir og ekki sem vettvangur til að veita heilbrigðisþjónustu eða deila upplýsingum um eigin heilsu.
TÖLVUPÓSTUR
Boðið er uppá að senda tölvupóst með athugasemdum sem varða vefinn eða til þess að hafa samband við okkur. Til að senda slíkan tölvupóst þarf að gefa upp tölvupóstfang sitt. Tölvupósturinn er aðeins ætlaður fyrir almennar fyrirspurnir og ekki sem vettvangur til að veita heilbrigðisþjónustu eða deila upplýsingum um eigin heilsu.
VEFSVÆÐI GYNAMEDICA
Þegar þú skoðar og notar vefsvæði GynaMEDICA.is söfnum við upplýsingum sem vafri þinn sendir í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun og auka öryggi, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn.
VEFKÖKUR
Við notum vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu GynaMEDICA.is. Vefkökur eru litlar textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu GynaMEDICA.is. Notendur geta ákveðið hvort þeir leyfa sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Ef notendur kjósa að leyfa ekki vefkökur þá kann hluti vefsíðunnar að verða óaðgengilegur.
ÞJÓNUSTUAÐILAR
GynaMEDICA.is notar þjónustur Google Analytics og Facebook Pixel til að greina umferð um www.GynaMEDICA.is og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessar þjónustur safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum, án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.
GynaMEDICA.is notar hugbúnað WIX.com til þess að stýra vefsíðu www.GynaMEDICA.is og samskiptum tengdum henni. WIX.com er GDPR vottað.
Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt persónuverndarlögum.
Óskir þú frekari upplýsingar eða viljir láta eyða gögnum um þig hafðu þá samband við gynamedica@gynamedica.is.
Síðast uppfært: 14. janúar 2023