top of page

HVAÐ ER KARA CONNECT?

GynaMEDICA notar örugga tengingu Kara Connect fyrir móttöku bókunarbeiðna en fyrsta viðtal fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Kara Connect. Til þess að gæta fyllsta net-öryggis þá munt þú þurfa rafræn skilríki þegar þú skráir þig.  

Kara Connect er hugbúnaður sem heldur utanum um þínar tímabókanir og tengir þig við lækna okkar og hjúkrunarfræðinga í gegnum fjarfundabúnað.  Þú munt fá boð um tíma í tölvupósti frá Kara Connect sem og áminningar um tíma.  Kara Connect mun gera þér kleift að eiga viðtal við okkar fagaðila í þínu umhverfi.  Til þess að mæta í bókaðan tíma þá smellir þú einfaldlega á tengingarhlekk sem kom í staðfestingarpóstinum.  Þú getur tengt þig í gegnum snjallsíma eða tölvu. Kara Connect er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).

bottom of page