BREYTINGASKEIÐS RÁÐGJÖF OG MEÐFERÐ
Hjá GynaMEDICA vinna læknir og hjúkrunarfræðingur saman sem teymi að því að veita konum sem bestan stuðning, fræðslu, meðferð, eftirfylgni og utanumhald á þessum umbreytingartíma.
Einnig er boðið upp á heildræna fræðslu um lífstílsþætti ss. svefn, næringu og fleira sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. Mikilvægt er að konur fræðist og valdeflist til þess að geta tekið ábyrgð á eigin heilsu. Þegar við lítum heildrænt á heilsu okkar og tökum ábyrgð þá getum skapað okkar einstöku vellíðan sama á hvaða aldri við erum.
Breytingaskeiðsráðgjöf og meðferð er þriggja mánaða ferli sem byrjar á spurningalistum varðandi þín einkenni. Færðu að auki fræðsluefni sent til þín sem þú horfir á fyrir fyrsta tímann. Fyrsti tíminn er viðtal við hjúkrunarfræðing sem hefur farið yfir þín svör og skoðar með þér þína sögu og þá valmöguleika sem þér standa til boða varðandi einkenni tengd breytingaskeiði. Seinni tíminn er viðtal við lækni þar sem þar sem farið er yfir þitt einstaklingsmiða plan og valmöguleika og úrræði fyrir framhaldið.
Innifalið í þessu þriggja mánaða ferli er rafræn eftirfylgni og stuðningur teymisstjóra í gegnum vefsíðu okkar þar sem hægt er að hafa samband og fá svör við spurningum sem upp vakna.
Við erum með þér í liði!
Heildarverð Kr. 32.900.-
Hvar mæti ég í viðtal?
GynaMEDICA býður uppá bæði fjarviðtöl og staðviðtöl.
Við leggjum mikið uppúr jöfnu og auðveldu aðgengi allra íslenskra kvenna að þjónustuúrræðum okkar.
Við nýtum til þess fjarfundatækni Kara Connect
en fjarviðtöl eru nýtt í öllum okkar meðferðum þar sem skoðunar er ekki krafist.
Slíkt fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar tíma og fyrirhöfn sem fylgir því að mæta í persónu.
Fjarfundabúnað Kara Connect er vottaður af Landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).
Hvað kostar að koma í viðtal?
Viðtölin eru í tveimur hlutum og fyrsta viðtal er ítarlegt viðtal, greining og ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðing og síðan er viðtal við lækni,
Heildarverð er kr. 32.900.-***
Til viðbótar er innifalin rafræn eftirfylgni og stuðningur teymisstjóra í gegnum vefsíðu okkar þar sem þú getur haft samband með spurningar sem komið gætu upp fyrstu þrjá mánuðina.
Við hjá GynaMEDICA leggjum okkur fram við að veita einstaklingsmiðaða heilsuráðgjöf og trúum því að í sameiningu finnum við þær lausnir sem henta hverjum og einum.
Við erum með þér í liði
og erum hér fyrir ÞIG!
* GynaMEDICA er einkahlutafélag og ekki hluti af sjúkratryggingakerfi Íslands.
** Flest stéttarfélög niðurgreiða heilsutengdan kostnað. Þú getur haft samband við þitt stéttarfélag, þína hverfisfélagsþjónustu eða vinnustað til að fá frekari upplýsingar um styrki eða niðurgreiðslur.
*** KARA Connect þjónustugjald = 1.5% - 2%
bætist við heildarverð.