top of page

Hjá GynaMEDICA vinna læknir og hjúkrunarfræðingur saman sem teymi með það að markmiði að styðja, fræða og fylgja eftir konum á þessum umbreytingartíma.

Breytingaskeiðs-ráðgjöf og meðferð innifelur tvö viðtöl og er þriggja mánaða ferli sem byrjar á spurningalistum varðandi þín einkenni. Að auki færð þú sent til þín fræðsluefni sem gott er að horfa á fyrir fyrsta viðtalstímann.

 

Fyrri tíminn (1af2) er ítarlegt viðtal hjá hjúkrunarfræðingi sem skoðar með þér þína sögu og einkenni tengd breytingaskeiði sem eru að hafa mest áhrif á þína líðan og lífsgæði. Að auki er boðið uppá fræðslu og ráðgjöf um jákvæð skref og lausnir. 

Seinni tíminn (2af2) er viðtal við lækni sem hefur farið yfir þín svör hjá hjúkrunarfræðingi og saman ræðið þið þá valmöguleika og úrræði sem standa til boða og ákveðið þitt einstaklingsmiðaða plan.

Innifalið í þessu þriggja mánaða ferli er að auki rafræn eftirfylgni og stuðningur teymisstjóra í gegnum vefsíðu okkar þar sem hægt er að hafa samband og fá svör við spurningum sem upp vakna. 

(www.gynamedica.is/fyrirspurnir)

Heildarverð fyrir bæði viðtölin sem og rafræna eftirfylgni og stuðning teymisstjóra í þrjá mánuði er kr. 32.900.- og er greitt fyrir heildina við fyrstu bókun.

Ef svo vill til að þú finnur ekki tíma sem þér hentar í gegnum bókunarsíðuna þá getur þú sent tölvupóst á bokanir@gynamedica.is og við færum þig á biðlista okkar og aðstoðum þig við að finna tíma sem best hentar þér. 

Breytingaskeiðs-ráðgjöf og meðferð

32.900krPrice
    bottom of page