
Um okkur
Við hjá GynaMEDICA viljum leggja okkar af mörkum til þess að auka og bæta heilbrigðisþjónustu fyrir konur á íslandi. Það er okkar hjartans mál að stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum kvenna á öllum aldri en leggjum þó sérsaka áherslu á að þjónusta konur á tíma breytingaskeiðsins.
Einkenni breytingaskeiðsins geta haft hamlandi áhrif á sumar konur og þ.a.l. haft áhrif á lífsgæði, líðan og hamingju og það getur verið erfitt að skilja það sem er að gerast í líkamanum á þessu tímabili. Við trúum að með því að auka fræðslu og umtal um þetta tímabil og annað sem viðkemur heilsu kvenna, getum við aukið heilsulæsi og skilning kvenna, aðstandenda þeirra og atvinnurekenda og stuðlað að betri lífsgæðum á breytingaskeiði sem getur spornað við ótímabæru brottfalli kvenna af avinnumarkaði.
Kvenheilsa er okkar hjartans mál og munu allar konur ganga í gegnum breytingaskeiðið. Einkenni geta verið mjög breytileg frá konu til konu og ekki er hægt að þróa eina staðlaða meðferð sem hentar öllum. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu þar sem einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi. GynaMEDICA veitir ráðgjöf, fræðslu og meðferð fyrir konur á breytingaskeiði, við tíðahvörf og eftir tíðahvörf, auk fræðslu um hina ýmsu lífsstílsþætti sem hafa áhrif á konur á þessu tímabili og geta bætt líðan og lífsgæði.
Við störfum samkvæmt hugmyndafræði Newson Health Menopause Society sem er stofnað af þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga sem vinna saman að bættri þekkingu á heilsu kvenna, samspili og áhrifum hormóna hvað varðar sjúkdómaforvarnir og framtíðarheilsu. Við styðjumst við nýjustu þekkingu og rannsóknir dagsins í dag, fylgjum nýjustu klínísku leiðbeiningum og notum hormónauppbótar-meðferð sem í dag telst öruggust og með minnstar aukaverkanir.