Breytingarskeiðið
Hjá GynaMEDICA vinnum við saman sem teymi læknis og hjúkrunarfræðings með það að markmiði að styðja við og halda utan um okkar skjólstæðinga.
Þjónustan felur í sér tvö viðtöl, fyrst við hjúkrunarfræðing og svo við lækni sem og rafræna eftirfylgni í gegnum “fyrirspurnir” á vefsíðu okkar í þrjá mánuði.
Þú hefur val um að mæta til okkar í Lífstein, Álftamýri 1, eða bóka fjarviðtal.
Fyrir tímann færð þú sendan spurningalista og fræðsluefni sem gott er að fara yfir áður en þú mætir í fyrsta viðtal.
Fyrri tíminn er ítarlegt viðtal við hjúkrunarfræðing þar sem farið er yfir þína sögu, hvaða einkenni eru að hafa hvað mest áhrif á þína líðan og lífsgæði og ráðleggingar gefnar varðandi lífsstíl og annað.
Hjúkrunarfræðingur bókar þig svo í viðtal hjá lækni. Það geta liðið nokkrir dagar á milli tímanna. Læknir fer yfir meðferðarmöguleika með þér og saman leggið þið plan um næstu skref.
Ef þú færð meðferð af einverju formi er ráðlagt að þú bókir að auki tíma í eftirfylgni að 3 mánuðum liðnum. Fram að þeim tíma hefur þú aðgang að þínum hjúkrunarfræðingi í gegnum heimasíðuna okkar þar sem þú getur sent inn fyrirspurnir varðandi framgang meðferðar ef spurningar vakna, þér að kostnaðarlausu.
Heildarverð fyrir bæði viðtölin og aðgengi að hjúkrunarfræðingi fram að eftirfylgni er kr. 34.900. Greitt fyrir báða tímana við fyrstu bókun.
Ef svo vill til að þú finnur ekki tíma sem þér hentar í gegnum bókunarsíðuna þá getur þú sent tölvupóst á bokanir@gynamedica.is og við aðstoðum þig við að finna tíma sem hentar.
Ert þú í vafa um hvort þessi þjónusta henti þér? Eða ert þú með aðrar vangaveltur varðandi tíðahringinn, breytingaskeiðið eða annað tengt þinni kvenheilsu?
Þá gæti "Hvar á ég að byrja" verið fyrsta skrefið.