top of page
-
Þarf ég tilvísun frá heimilislækni til að fá tíma?Það er ekki þörf á tilvísun til að komast að hjá okkur, flestar konur leita til okkar sjálfar. Ef þú hefur nýlega farið í blóðprufur eða aðrar rannsóknir þá er það hjálplegt fyrir okkur ef þú getur sent okkur niðurstöðurnar á bokanir@gynamedica.is eða mætt með þær með þér í tímann.
-
Ég er ennþá á reglulegum blæðingum, á ég eitthvað erindi til ykkar?Tíðahvörf verða þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu tíðablæðingum. Margar konur upplifa einkenni breytingaskeiðs mörgum árum áður en blæðingar hætta, sumar allt að 7-10 árum áður. Ef þú ert að upplifa einkenni breytingaskeiðs sem eru að hafa neikvæð áhrif á lífsgæði þín, er líklegt að þú hafir ávinning af því að fá einstaklinsmiðaða ráðgjöf og meðferð við hæfi.
-
Hvaða reglur gilda um afbókanir?Bókaðir tímar þurfa að vera afbókaðir með minnst 24 klst fyrirvara til að komast hjá gjaldtöku. Rukkað er fullt gjald fyrir bókaða tíma sem ekki er mætt í. Þú getur afbókað viðtal með því að senda tölvupóst til bokanir@gynamedica.is.
-
Er hægt að fá hormónalykkju hjá ykkur?Mirena hormónalykkjan er stundum notuð sem hluti af hormónauppbótarmeðferð þegar kona er ennþá með leg, til þess að vernda slímhúð legsins gegn örvandi áhrifum estrógens. Lykkjan virkar einnig sem getnaðarvörn og getur minnkað blæðingar sem oft aukast og verða óreglulegar á breytingaskeiði. Læknir hjá okkur getur sett upp lykkju hjá þér.
-
Hvar get ég nálgast frekari upplýsingar um breytingaskeiðið?Hér á heimasíðu okkar er að finna ýmiskonar almennan fróðleik um breytingaskeiðið sem við mælum með að kíkja á. Einnig mælum við með því að þú nálgist smáforritið Balance, en þar er að finna ýmsan fróðleik um breytingaskeiðið auk þess sem mögulegt er að skrá einkenni og fylgjast með þróun einkenna.
-
Taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði?Við erum ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Mörg stéttafélög taka þátt í að greiða fyrir ýmsar heilsutengdar þjónustur. Hafðu endilega samband við þitt stéttarfélag og kannaðu hvort þú getir ekki nýtt þinn sjóð.
-
Get ég fengið endurgreitt frá verkalýðsfélagi?Já, mjög mörg stéttafélög og þ.m.t. VR samþykkja kostnað tengdum meðferðum hjá GynaMEDICA. Hafðu endilega samband við þitt stéttarfélag og kannaðu hvort þú getir ekki nýtt þinn sjóð.
bottom of page