
Spurt & Svarað
Spurt & Svarað
Við leggjum áherslu á auðvelt aðgengi fyrir alla og nýtum til þess fjarfundatækni Kara Connect en fjarviðtöl (í mynd) eru nýtt í öllum okkar meðferðum þar sem skoðunar er ekki krafist. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og sparar bæði tíma og fyrirhöfn sem fylgir því að mæta í persónu.
Staðarviðtöl eru að sjálfsögðu í boði og hægt að mæta á staðinn í persónu. Við erum til húsa í Lífsteini, Álftamýri 1-5, 2 hæð.
Núverandi skjólstæðingar geta sent okkur fyrirspurnir gegnum þar tilgert eyðblað á heimasíðu okkar sem við svörum við fyrsta tækifæri.
Ef um bráðatilvik er að ræða er hægt að hringa í Lífstein og skilja eftir skilaboð til okkar. Utan opnunartíma bendum við á læknavaktina eða 112.
Þú sendir inn fyrirspurn með því að fara inná slóðina www.gynamedica.is/fyrirspurnir
Allar beiðnir um lyfjaendurnýjanir fara fram í gegnum heimasíðu okkar undir Skjólstæðingar.
www.gynamedica.is/lyfjaendurnyjun
Áður en þú sendir okkur endurnýjunarbeiðni vinsamlegast staðfestu hvort þú sért búin með allar afgreiðslur lyfseðilsins. Það hefur borið á því að við séum að fá lyfjaendurnýjanir þar sem afgreiðslur eru eftir sem býr til aukið álag á okkar heilbrigðisstarfsfólk.
Það tekur okkur nokkra virka daga að vinna úr lyfjaendurnýjunum. Undaþágulyf eins og t.d. Utrogest geta tekið allt að 4 daga að birtast í Heilsuveru eftir að lyfseðill hefur verið sendur frá okkur þar sem þau fara fyrst í gegnum samþykkt hjá Lyfjastofnun.
Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá getur þú farið í blóðprufu hjá Sameind, annars getur þú farið í blóðprufu á næstu heilsugæslustöð. Ef þú átt að fara í blóðprufu þá hefur tilvísun verið send. Hjá Sameind þarftu ekki að panta tíma heldur mætir bara en yfirleitt þarf að panta tíma hjá heilsugæslunni.
Við mælum með að blóðprufa sé kláruð tímanlega. Ef mæla á hormóna getur verið að þú þurfir að mæta á ákveðnum tíma tíðahrings, við látum þig vita ef svo er.
Kostnaður við blóðprufur eru samkvæmt gjaldskrá Sameindar eða Heilsugæslunnar.
Hér má sjá þjónustustöðvar Sameindar og opnunartíma.
Það geta liðið nokkrir dagar eftir blóðprufutöku þar til við höfum náð að fara yfir niðurstöður. Þú getur óskað eftir þínum niðurstöðum frá Sameind fyrr en þeim fylgir ekki útskýring.
Ef þér er farið að lengja eftir niðurstöðum sendu okkur þá áminningu www.gynamedica.is/blodprufur
Greiðslukvittanir fyrir allar heimsóknir til okkar má finna á þínu svæði í KARA Connect. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og velur Greiðsluyfirlit.
Sum þeirra lyfja sem notuð eru í meðferðum okkar eru ekki með greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands. Sjúkratryggingar hafa heimild til að gefa út lyfjaskírteini sem veita greiðsluþátttöku í lyfjum sem annars eru ekki með greiðsluþátttöku. Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir einstakling að uppfylltum skilyrðum samkvæmt útgefnum vinnureglum.
Samkvæmt almennum vinnureglum þá getur læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir skjólstæðinga sem þurfa að nota lyf um lengri tíma sem eru án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga skv. lyfjaverðskrá. Ef lyfjaskírteini er samþykkt þá fer greiðsluþátttaka sjúkratrygginga samkvæmt „þrepakerfinu“. Skjólstæðingar GynaMEDICA sem hafa verið að nota lyf án greiðsluþáttöku í 3 mánuði eða lengur geta óskað eftir lyfjaskírteini.
Beiðnir vegna lyfjaskírteina skal senda hér.
Nánari upplýsingar um greiðsluþátttökukerfi lyfja má finna á Island.is.
https://island.is/greidsluthatttokukerfi-lyfja/lyfjaskirteini