top of page

Einkenni breytingaskeiðs

Greining breytingaskeiðs byggist fyrst og fremst á einkennum. Hér er linkur á einkennalista GynaMEDICA yfir algengustu einkenni breytingaskeiðs sem hægt er að nota til að fylgjast með þróun einkenna hjá hverjum og einum.

Gott er að fara yfir þennan lista reglulega til þess að fylgjast með breytingum sem verða með tímanum eða í tengslum við meðferð. 

 

Listinn er íslensk þýðing á Greene Climacteric Scale sem er notaður af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim til að auðvelda greiningu breytingaskeiðs og fylgjast með þróun einkenna.

Ef samlögð stig eru 15 eða yfir gefur það venjulega til kynna estrógenskort hjá konum og gefur tilefni til að skoða hvort að hún þurfi á meðferð að halda. Athugið þó að þetta er aðeins leiðbeinandi, konur hafa mjög misháan óþæginda-og sársaukaþröskuld. Margar fá alvarleg einkenni áður en þær byrja jafnvel að íhuga það að þær séu komnar á breytingskeiðið eða að skoða hormónameðferð. Aðrar finna lítið sem ekkert fyrir einkennum.
 
20-50 stig er algengt skor hjá konum með einkenni þess að vera komin á breytingaskeiðið. Með fullnægjandi meðferð hjá lækni sem sniðin er að þörfum hverrar konu fyrir sig getur stigafjöldinn lækkað í 10 stig á í 3-6 mánuðum.

bottom of page