top of page

Starfsfólk

Heilbrigðisþjónusta

Hanna Lilja læknir

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir

Læknir

Framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi GynaMEDICA

Hanna Lilja útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2013. Hún kláraði kandídatsár í Herning og hóf sérnám í kvensjúkdóma-og fæðingarlækningum þar.

Hanna Lilja færði sig svo til Íslands og tók meirihluta sérnámsins á Kvennadeild Landspítalans en ákvað að taka eitt ár í val á Heilsugæslunni. Þar hitti hún margar konur sem voru að glíma við ýmis sállíkamleg vandamál sem við frekari athugun sýndu, í mjög mörgum tilfellum tengjast breytingaskeiðinu. Þetta vakti áhuga hennar á því að skoða breytingaskeiðið betur og hvaða áhrif það getur haft á líf kvenna bæði í einkalífi og starfi sem og á heilsu kvenna til framtíðar.

Hanna Lilja er stofnandi GynaMEDICA og er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun (CPD accredited) í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.

 

Newson Health Menopause samfélagið sérhæfir sig í að sameina heilbrigðisstarfsfólk um allan heim til þess að bæta meðferð kvenna á breytingaskeiði, auka fræðslu og þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að frekari rannsóknum á breytingaskeiði kvenna.

 

Með viðeigandi fræðslu, ráðgjöf og meðferð má bæta lífsgæði kvenna á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf til muna. Þetta tímabil sem allar konur ganga í gegnum hefur fengið of litla athygli í gegnum tíðina og er það Hönnu Lilju hjartans mál að auka heilsulæsi allra íslenskra kvenna.

 

Hanna Lilja er gift og móðir þriggja orkumikilla drengja og á tvo ketti sem eru skemmtilegir hluti fjölskyldunnar.

Áhugamál hennar eru meðal annars; utanvegahlaup, skíði, blómarækt, að borða góða matinn sem maðurinn hennar eldar og auðvitað allt sem viðkemur kvenheilsu.

Harpa Lind

Harpa Lind Hilmarsdóttir 

Hjúkrunarfræðingur

Meðstofnandi GynaMEDICA

Harpa er hjúkrunarfræðingur með viðbótarnám í heilsumarkþjálfun og lífstílslækningum, LMCA (Certificated Lifestyle Medicine Health Professional).  Meðfram starfi sínu hjá GynaMEDICA stundar Harpa meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri með áherslu á kvenheilsu.

Eftir persónulega reynslu af breytingaskeiðseinkennum fékk Harpa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu kvenna á breytingaskeiði.

 

Harpa er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.

Harpa er gift og á þrjú börn, eina ömmustelpu og einn hund. Áhugamál hennar eru m.a hreyfing, góð næring, prjón, garðrækt og leiðir til þess að byggja upp góða þarmaflóru.

Harpa býður einnig upp á heilsuhandleiðslu. Frekari upplýsingar er að finna hér: https://www.gynamedica.is/heilsuhandleidsla

Sonja.jpg

Sonja Bergmann

Hjúkrunarfræðingur

Sonja er hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun í fjölskylduráðgjöf og fjölskyldumeðferð.

 

Í lífi og starfi hefur Sonja kynnst áhrifum breytingaskeiðsins á líf kvenna og fjölskyldna þeirra. Hún hefur upplifað þetta tímabil á eigin skinni sem og í gegnum sína skjólstæðinga og er sannfærð um að hormónauppbótarmeðferð og heildræn nálgun, þ.m.t. streitu- og orkustjórnun hafi lífssbreytandi áhrif á alla þætti heilsunar sem er mikilvægt fyrir konur á þessum tímamótum.

 

Sonja brennur fyrir því að auka þekkingu kvenna og karla á þessu eðlilega og mikilvæga tímabili í lífi hverrar konu.

  

Hún er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.

 

Sonja er unnusta og móðir tveggja drengja. Heimilislífið snýst mikið um íþróttaiðkun drengjanna, sem foreldrarnir elska að vera þátttakendur í.

 

Sonja sinnir einnig Para- og fjölskylduráðgjöf og heilsuhandleiðslu. Frekari upplýsingar er að finna hér: https://www.gynamedica.is/heilsuhandleidsla

Ef óskað er eftir para- og fjölskylduráðgjöf þá er best að senda Sonju tölvupóst á sonja@gynamedica.is

Photo 8.2.2023, 12 59 50.jpg

Berglind er almennur læknir sem útskrifaðist frá University of Debrecen. Hún hefur stundað nám og vinnu á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu og finnst brýnt að sama þjónusta sé í boði fyrir alla landsmenn óháð búsetu.

 

Berglind vann á kvennadeild landspítala sem og nokkur ár í frjósemislækningum áður en hún beindi kröftum sínum til GynaMEDICA.

 
Hún er búsett á sveitabæ í Bláskógabyggð þar sem hún leggur stund á hobbybúskap ásamt eiginmanni og fjölskyldu meðfram starfi sínu sem læknir.

 

Berglind hefur víðtæka reynslu sem læknir og er mikil áhugamanneskja um bætta kvenheilsu á íslandi.

Berglind Júlíusdóttir

Læknir

external-file_edited_edited_edited.jpg

Guðrún Björk Þorsteinsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

 

Guðrún Björk útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur mikla reynslu af fjölbreyttum heilsufarsvanda kvenna eftir 16 ára starf sem hjúkrunarfræðingur á Kvenlækningadeild Landspítalans og þar áður starfaði hún í 5 ár á Krabbameinsdeild.

 

Guðrún er að ljúka  diplómanámi í sálrænum áföllum og ofbeldi frá Háskólanum á Akureyri þar sem hún hefur lagt áherslu á kvenheilsu. Að auki er hún í sérnámi um endómetríósu og veitir ráðgjöf og meðferð fyrir konur með slíkar greiningar eða grun um endó.

Áður en Guðrún kom til GynaMEDICA var hún hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku og göngudeild kvennadeildar LSH og var auk þess í endómetríósuteymi Landspítalans.

 

Guðrún hefur mikinn áhuga á ýmsum málefnum sem snúa að kvenheilsu og hafa hingað til ekki fengið mikla athygli í heilbrigðiskerfinu svo sem endómetríósu, áfallasögu kvenna og breytingaskeiðinu. Hún hefur sjálf persónulega reynslu af ýmsu sem tengist kvenheilsu og þekkir hamlandi einkenni breytingaskeiðsins, hormónatengt mígreni, og meðgöngueitrun.

 

Guðrún býr í Kópavogi ásamt eiginmanni, þremur sonum og hundinum Hugo. Áhugamál hennar eru allt sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu svo sem jóga, líkamsrækt, ýmiss konar sjálfsrækt, útiveru og náttúruvist, heilbrigðu mataræði og matargerð, tónlist, ferðalögum og samveru með fjölskyldu og vinum.   

Guðrún er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.

 

Að auki við Breytingaskeiðs- ráðgjöf og meðferð sinnir Guðrún handleiðslu og stuðningi við einsaklinga með endómetríósu og hægt er að bóka tíma í þá þjónustu með því að senda beiðni um bókun á „bóka tíma".

sigrun-starfsfolk.jpeg

Sigrún Arnardóttir

Læknir

 

Sigrún Arnardóttir útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands 1989 og hefur því starfað sem læknir í 35 ár.


Hún lauk sérnámi í kvensjúkdóma og fæðingarlækningum í Englandi 2001 með lokaprófum (MRCOG) frá Royal Collage of Obstetricians and Gynaecologists (RCOG).


Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands í lok árs 2001 og hóf Sigrún hlutastarf á Kvennadeild landspítalans í byrjun árs 2002 en hætti þar 2019. Samhliða sjúkrahúsvinnunni opnaði hún stofu sem hún hefur rekið síðan sem sérfræðingur í kvensjúkdómum og kvenheilsu.


Sigrún hefur einnig unnið fyrir knattspyrnusamband Íslands( KSI) síðustu 10 ár sem liðslæknir yngri landsliða kvenna. Auk þess sem hún vinnur á nokkrum heilsugæslustöðvum sem fæðingarlæknir í mæðravernd.


Á síðustu árum hefur Sigrún fylgst vel með nýrri þekkingu sem komið hefur fram um breytingarskeið kvenna og farið bæði á ráðstefnur og fræðsludaga um breytingarskeiðið. Auk þess sem hún hefur unnið náið með læknum og hjúkrunarfræðingum Gynamedica og tekið við tilvísunum fyrir þær konur sem þurfa skoðun kvensjúkdómalæknis. 
Sigrún varð hluthafi í Gynamedica 2023.


Áhugamálin eru fjölmörg, þau helstu eru ferðalög, útivist, golf og hestamennska. 

Viðskiptahliðin

Stefan PR Greyscale _edited.jpg

Stefán Sigurðsson

Stofnandi GynaMEDICA og fyrrum framkvæmdastjóri

Til minningar um góðan mann...

Stefán Sigurðsson er stofnandi GynaMEDICA ásamt Hönnu Lilju.

Hann varð bráðkvaddur í júlí 2023 og býr áfram með GynaMEDICA teyminu í hugsjón og hjarta.

 

Sefán var orkumikill hugsjónamaður og lagði þann góða grunn sem GynaMEDICA teymið byggir á. 

Stefán var viðskiptamenntaður frá Arizona State University og hafði gengt ýmsum stjórnendastöðum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Áður starfaði hann sem löggiltur endurskoðandi, Finance Director fyrir CCP og sem fjármálastjóri WOW air. 

Fyrir sinn viðskiptaferil var Stefán ýmsum kunnugur sem vinsæll útvarpsmaður og dagskrárstjóri en hann stýrði gamalkunna þættinum Rólegt og rómantískt á FM957 um árabil við miklar vinsældir. 

Stefán hafði mikinn áhuga á heilsu og líkamsrækt og hvaða áhrif það hefur á líkamann að eldast. Var hann mikill áhugamaður um heilsu og heilbrigðan lífsstíl og fékk að upplifa frá fyrstu hendi eltingaleik eiginkonu sinnar og annara kvenna í hans nánasta umhverfi við að fá rétta greiningu og viðunandi meðferðarúrræði á miðjum aldri.

 

Sá Stefán hvaða áhrif þetta tímabil hafði á sínar konur og vildi leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að konur á Íslandi þurfi ekki að leita jafn lengi að úrlausn sinna mála og hafi gott aðgengi að skilningsríkri og gefandi heilsuþjónustu.

niels_edited.jpg

Níels Rafn hefur yfirsýn með fjármálum og ferlum hjá GynaMEDICA og býr yfir víðtækri reynslu úr viðskiptaheiminum. Í yfir tvo áratugi starfaði Níels við alþjóðleg viðskipti tengd sjávarútvegi en hann er reyndur rekstrarmaður sem býr að auki yfir reynslu úr hótel- og þjónustugeiranum. ​

​Níels sér til þess að rekstrarmálin gangi upp hjá GynaMEDICA og er okkar haukur í horni með fjármál, strúktúr og ferla.

Níels Rafn 

Fjármál og rekstur

bottom of page