top of page

Heilsumarkþjálfun


Fyrir konur sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu

1 h
24.900 íslenskar krónur
Lífsteinn, Álftamýri 1-5

Service Description

Heilsumarkþjálfun er fyrir konur sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi þjónusta er ætluð: Konum á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf Konum sem eru að upplifa truflandi fyrirtíðaspennu Konum með PCOS Heilsumarkþjálfun er einstaklingsmiðuð og heildræn nálgun fyrir þig sem vilt gera jákvæðar breytingar í átt að betri heilsu. Í þessu ferli fer fram ákveðin kortlanging á heilsunni þinni þar sem heilsumarkþjálfi/ hjúkrunarfræðingur aðstoðar þig við að bera kennsl á það sem betur má fara, forgangsraða og setja markmið þar sem þú stjórnar ferðinni. Góð heilsa er fjölþætt fyrirbæri og margt sem hefur áhrif eins og t.d næring, hreyfing, svefn, streita, félagsleg tengsl og fleira. Þessi þjónusta hentar vel bæði fyrir konur sem eru á hormónauppbótarmeðferð og líka fyrir þær sem eru ekki á hormónauppbótarmareðferð og vilja einstaklingsmiðaðan og heildrænan stuðning við það hvernig hægt er að styðja sem best við sína hormónaheilsu. Harpa Lind er hjúkrunarfræðingur, IIN markþjálfi, (Institute for Integrative Nutrition) og nemandi í Lifestyle medicine hjá British Society of Lifestyle Medicine. Tíminn er 60 mín og kostar kr. 24.900.- Framhaldstímar eru 30 mín og kosta kr. 15.900.-


Cancellation Policy

Hvaða reglur gilda um afbókanir? Þegar tími er bókaður greiðist 20% staðfestingagjald. Eftirstandandi upphæð greiðist í lok tímans, annað hvort á staðnum eða gegnum greiðslulink sem þú færð sendan eftir tímann. Hægt er að breyta tíma allt að 24 klst fyrir áætlaðan tíma og staðfestingagjald gengur upp í nýjan tíma. Ef tími er afbókaður <24 klst er staðfestingagjald ekki endurgreitt. Þú getur afbókað tíma með því að senda tölvupóst á bokanir@gynamedica.is.


bottom of page