top of page

Streitu- og orkustjórnun - Handleiðsla


Finnur þú fyrir breytingum á streituþolinu þínu?

50 min
19.500 íslenskar krónur
Lífsteinn, Álftamýri 1-5

Lýsing

Á breytingaskeiðinu upplifa konur oft breytingu á upplifun sinni af streitu. Það sem var ekkert mál áður er allt í einu orðið mikið mál. Streitu og orkustjórnun getur skipt sköpum fyrir konur sem ganga í gegnum hormónabreytingar vegna breytingaskeiðsins. Að ná tökum á streitunni og finna bjargráð sem vinna gegn óhóflegri streitu til lengri tíma getur verið lykilatriði fyrir heilsu kvenna á breytingaskeiði. Sonja veitir persónulega handleiðslu en hún hefur sérhæft sig í að vinna með streitu starfsfólks inn á vinnustöðum og í breytingaskeiðinu. Til að bóka tíma hafðu samband við gynamedica@gynamedica.is.


Reglur vegna afbókunar

Hvaða reglur gilda um afbókanir? Þegar tími er bókaður greiðist 20% staðfestingagjald. Eftirstandandi upphæð greiðist í lok tímans, annað hvort á staðnum eða gegnum greiðslulink sem þú færð sendan eftir tímann. Hægt er að breyta tíma allt að 24 klst fyrir áætlaðan tíma og staðfestingagjald gengur upp í nýjan tíma. Ef tími er afbókaður <24 klst er staðfestingagjald ekki endurgreitt. Þú getur afbókað tíma með því að senda tölvupóst á bokanir@gynamedica.is.


bottom of page