top of page

Áfengi og breytingaskeiðið


Þegar einkenni breytingaskeiðsins líkt og svefnleysi, nætursviti og skapsveiflur eru allsráðandi getur verið freistandi að fá sér áfengi til að létta á einkennunum. Mikilvægt er að konur á breytingaskeiði viti að áfengi getur ýtt undir einkenni breytingaskeiðsins ásamt því að hafa neikvæð áhrif á framtíðarheilsu. Þegar við eldumst þá verðum við næmari fyrir áfengi vegna ýmissa breytinga í líkamanum.


Áfengi og hitakóf/nætursviti:

Áfengi, koffín og sterkur matur getur ýtt undir hita- og svitakóf. Ástæðan fyrir því eru áhrif áfengis á æðakerfið, hjartsláttur eykst og áhrifin koma fram í húðinni. Þess vegna getur neysla áfengis á kvöldin valdið auknum svefnvanda vegna aukins nætursvita.


Áfengi og svefn:

Þó svo áfengi sé sljóvgandi og margir upplifi slökunaráhrif af því þá hefur það neikvæð áhrif á svefngæðin. Áfengi á kvöldin getur einnig valdið auknum klósettferðum yfir nóttina og þannig einnig haft truflandi áhrif á svefninn.


Áfengi og aukin krabbameinshætta

Orsakasamhengi er á milli áfengisneyslu og ýmissa krabbameina t.a.m. brjóstakrabbamein hjá konum og krabbamein í ristli og endaþarmi. Eitt af hverjum tíu tilfellum ristilkrabbameins tengist áfengisdrykkju.

Þegar konur upplifa breytingu á heilsu sinni og líðan á breytingaskeiðinu er mikilvægt að þær skoði alla þætti lífs síns og geri jákvæðar breytingar til að ná betri líðan. Þegar við skoðum heilsuna okkar með heildrænum hætti er mikilvægt að skoða venjur sínar tengdar áfengi. Það gæti verið mikill ávinningur af því að taka áfengi út í einhvern tíma eða breyta neysluvenjum til að fá betri líðan og minnka einkenni breytingaskeiðsins.


Heimildir:




2,140 views0 comments
bottom of page