top of page
GynaMEDICA er lækninga- og heilsumiðstöð fyrir konur sem býður uppá heildræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyrir konur á breytingaskeiði.
Það reynist sumum konum erfitt á meðan aðrar finna minna fyrir því.
Við hjá GynaMEDICA trúum á heildræna nálgun sem og persónulegar lausnir og við berum virðingu fyrir ábyrgð og getu einstaklingsins.
Hjá GynaMEDICA vinnum við saman sem teymi læknis og hjúkrunarfræðings.
Við leggjum okkur fram við að veita skjólstæðingum okkar sem bestan stuðning, fræðslu, meðferð, utanumhald og eftirfylgni á tíma breytingaskeiðsins.

Við styðjumst við nýjustu þekkingu og rannsóknir, fylgjum nýjustu klínísku leiðbeiningum og notum hormónauppbótarmeðferð sem í dag telst öruggust og með minnstar aukaverkanir.
Við leggjum mikið uppúr auðveldu aðgengi fyrir alla
og nýtum til þess fjarfundatækni Kara Connect.
Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur heldur tímabil
sem allar konur ganga í gegnum á einhverjum tímapunkti.
bottom of page