top of page

Þurrburstun á húð



Þurrburstun er almennt góð fyrir húðina, tekur 5 mínútur og getur haft eftirfarandi gagnleg áhrif:


  1. Þéttir og styrkir húðina: Þurrburstun hjálpar til við að losa okkur við dauðar húðfrumur og gefur húðinni aukna mýkt og ljóma meðal annars með því að fjarlægja grófa og þurra húð og auka frumuendurnýjun.


  2. Losar um stíflur og eiturefni: þurrburstun eykur blóðflæðið, losar um stíflur og örvar sogæðakerfið við losun eiturefna úr líkamanum.


  3. Sumir telja að þurrburstun geti unnið gegn appelsínuhúð en það hefur þó ekki verið sannað vísindalega.


  4. Streitulosandi og styrkir taugakerfið: Þurrburstun örvar taugaenda í húðinni, sem getur haft jákvæð áhrif á heilsuna með því að losa um streitu á svipaðan hátt og nudd (bara ódýrarara).


  5. Getur gert húðina móttækilegri fyrir upptöku efna gegnum húð. Þannig getur þurrburstun mögulega bætt upptöku húðarinnar fyrir hormónameðferð gegnum húð eins og eftirfarandi nýlegt dæmi frá okkur í GynaMEDICA sýnir:


Ef þú vilt prófa þurrburstun, þá eru hér einfaldar leiðbeiningar:


  1. Byrjaðu á þurri húð áður en þú ferð í sturtu (ekki nota burstann í sturtunni).

  2. Best er að nota fremur stífan bursta en þó alls ekki þannig að húðin verði rauð.

    Þeir sem eru með viðkvæma húð ættu að nota mýkri bursta.

  3. Sleppa því að þurrbursta yfir vörtur, bólur, sár, bólgur, sólbruna eða aðrar ójöfnur á húð.

  4. Ekki nota burstann á andlitið því þar er húðin viðkvæmari (þarf annars konar

    áhald).

  5. Byrjaðu alltaf á fótum og ökklum og burstaðu upp á við. Það skiptir máli að

    bursta alltaf í sömu átt.

  6. Þegar þú ert búin með ökklana, byrjaðu þá á kálfum, lærum og síðan maga,

    bak og handleggi.

  7. Bakið: burstaðu frá hálsi og niður bakið með hringlaga hreyfingum.

  8. Notaðu minni þrýsting þegar þú burstar viðkvæmari svæði eins og brjóst,

    maga og háls.

  9. Farðu í sturtu eftir þurrburstunina til að skola af þér dauðar húðfrumur og

    berðu á þig gott krem eða olíu á eftir.


___


Hvernig bursta á ég að nota?

Best er að nota bað eða sturtubursta úr frekar stífum náttúrulegum efnum. Það fer eftir hversu viðkvæma húð þú ert með hversu stífan bursta þú velur. Gott getur verið að hafa langt skaft til að ná á svæði eins og bakið.





Þessi einfalda daglega rútína getur haft jákvæð áhrif á heilsuna og útlit húðarinnar.

Njóttu þess að þurrbursta líkamann og njóta góðs af þessu einfalda og ódýra ráði.


Heimildir:

934 views0 comments

Recent Posts

See All

Jólastreita

Commentaires


bottom of page