top of page

Fyrir hvað stendur GynaMEDICA



Gynamedica er fyrsta einkarekna heilsumiðstöðin á Íslandi sem sérhæfir sig í hormónaheilsu og vellíðan kvenna í kringum breytingaskeið og tíðahvörf.

Við stofnuðum Gynamedica út frá ástríðu og þörf. Okkur finnst mikilvægt að þegar konur ganga í gegnum breytingaskeið og tíðahvörf hafi þær stað þar sem þær geta treyst því að fá faglega þekkingu, hlýjar móttökur og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við trúum því að heilsa kvenna sé margþætt og að hún taki stöðugum breytingum eftir lífsskeiði, aldri og hormónaástandi. Ung kona með tíðavandamál hefur aðrar þarfir en kona á breytingaskeiði, og kona sem er komin yfir tíðahvörf hefur aftur aðrar áskoranir. Við viljum mæta þessum ólíkum þörfum af virðingu, hlýju og fagmennsku.


Okkar áherslur

  • Vísindi og reynsla: Við byggjum á bestu fáanlegu þekkingu, bæði úr nýjustu rannsóknum og úr reynslu okkar í klínísku starfi.

  • Heildræn nálgun: Við lítum á konuna í heild sinni, ekki aðeins á sjúkdóma eða einkenni. Lífsstíll, andleg líðan, hreyfing, svefn og næring skipta allt máli fyrir heilsu.

  • Hlýja og öryggi: Við viljum skapa umhverfi þar sem konur finna fyrir skilningi, virðingu og stuðningi. Mörgum er létt við að geta talað opinskátt um sín mál, og það er fyrsta skrefið í átt að lausn.

  • Valdefling: Okkar markmið er ekki bara að veita svör heldur einnig að styrkja konur með þekkingu og verkfærum til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin heilsu.


Hvað gerum við?

Við sinnum fjölbreyttum þáttum sem tengjast heilsu kvenna, þar ber að nefna tíðavandamál, hormónaheilsu, breytingaskeið, endómetríósuráðgjöf og heilsuhandleiðslu. Við vinnum saman í teymi, læknar og hjúkrunarfræðingar, vegna þess að við vitum að samvinna skilar bestum árangri.


Okkar framtíðarsýn

Við viljum að Gynamedica verði leiðandi fyrir kvenheilsu á Íslandi, staður þar sem konur fá ekki einungis læknisþjónustu heldur líka leiðsögn, stuðning og innblástur til að lifa heilbrigðu og innihaldsríku lífi.


Við stöndum þannig fyrir fagmennsku, samkennd og framtíðarsýn. Því við trúum því að þegar konur blómstra – þá blómstrar samfélagið allt.

 
 
 

Comments


bottom of page