top of page

Hormónauppbótar-meðferð

Það eru til ýmsir meðferðarmöguleikar til að bæta einkenni breytingaskeiðs. Fyrsta skrefið er að skrá vel einkennin og leita til heilbrigðisstarfsmanns sem er vel að sér í breytingaskeiðinu og fræðslu og ráðgjöf um hvaða möguleikar eru í boði og aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun um hvað hentar þér best.


Besta leiðin til að slá á einkenni breytingaskeiðs er að fá hormónauppbótarmeðferð en það er meðferð með hormónum sem ætlað er að jafna út hormónasveiflurnar og að lokum hormónaskortinn sem verður á breytingaskeiðinu. Ávinningurinn er hvað mestur ef byrjað er á hormónum áður en tíðahvörf verða, það er áður en blæðingarnar hætta alveg, eða amk innan 10 ára frá því blæðingar stöðvast alveg. Þó að það sé vitað að hormónin virki vel er Aðeins um 10-20% kvenna eru á hormónauppbótarmeðferð vegna breytingaskeiðseinkenna.

Hormónin sem um ræðir eru Estrógen: sem er myndað í eggjastokkunum og gegnir mikilvægu hlutverki í svo til öllum okkar líffærakerfum, ma heila, hjarta, beinum, húð, hári og leggöngum.

Prógesterón: sem er líka Myndaði í eggjastokkum og hefur það hlutverk að stýra tíðahringnum okkar. Það er notað sem hluti af hormónauppbótarmeðferð hjá konum sem eru með leg. Estrógen örvar slímhúð í legholi og veldur því að hún þykknar. Í sumum tilfellum getur estrógen eitt og sér valdið ofvexti slímhúðarinnar sem getur leitt til frumubreytinga og í sjaldgjæfum tilfellum leitt til krabbameins í legholi. Þess vegna er mikilvægt fyrir konur með leg að taka prógesterón líka til að koma í veg fyrir ofvöxt slímhúðar í legi.

Testósterón er ekki bara karlhormón heldur framleiða eggjastokkar kvenna talsvert magn af testósteróni líka. Testósterón gegnir ýmsum hlutverkum í líkama kvenna og í sumum tilfellum getur kona haft gagn af testosterón viðbót.


Hvernig er hormónauppbótarmeðferð tekin? Estrógen er hægt að fá sem gel, plástur eða töflur. Öruggasta leiðin er að fá estrógen í gegnum húðina í gelformi eða sem plástur en þannig fer estrógenið beint í gegnum húðina út í blóðið. Sé estrógen tekið í töfluformi er það tekið upp í gegnum meltingarveginn og þaðan gegnum lifrina þar sem það getur virkjað storkukerfið okkar og þar með er aðeins aukin áhætta á blóðtappa. Öruggasta leiðin til að taka prógesteróne er að taka svokallað mikroniserað prógesterón en það er hvað líkast því prógesteróni sem myndast í líkama okkar og hefur þal minni aukaverkanir og er öruggara hvað varðar hættu á brjóstakrabbameini. Hér á íslandi heitir það utrogest/utrogestan en það eru töflur sem eru teknar með glasi af vatni að kvöldi. Annar möguleiki er að fá Mirena hormónalykkju, hún dugar í 5 ár og virkar líka sem getnaðarvörn ef þörf er á því. Prógesterón er einnig hægt að fá sem tilbúin prógestógen í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun þeirra fylgi aðeins aukin hætta á brjóstakrabbameini. Sú aukning samsvarar þeirri auknu hættu á brjóstakrabbameini sem fylgir því að drekka tvö vínglös á dag eða vera í yfirþyngd. Sumar konur kjósa samt sem áður að nota hormóna í töfluformi eða samsetta plástra sem innihalda tilbúin prógestógen. Mikilvægt er að eiga samtal um hættur og ávinning af meðferð og að kona sé upplýst um aðeins aukna áhættu tengda þessari tegund af hormónameðferð.


4,481 views2 comments

Recent Posts

See All
bottom of page