top of page

Hormónauppbótarmeðferð/HRT - við hverju má búast?


Við hverju má búast þegar byrjað er á hormónauppbótarmeðferð/HRT?


Flestar konur finna mun til hins betra á fyrstu þremur mánuðum eftir að HRT hefst. En það er einstaklingsbundið hvað konur finna fljótt mun á sér.


Þegar byrjað er á hormónauppbótarmeðferð/HRT þarf líkaminn sinn tíma til að aðlagast.

Hér koma upplýsingar um helstu aukaverkanir sem geta komið fram á fyrstu vikunum eftir að meðferð hefst:


Blæðing:

Á fyrstu vikunum getur þetta verið allt frá brúnleitri útferð upp í töluverðar blæðingar. Þetta jafnar sig yfirleitt á nokkrum vikum. Hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann ef það eru liðnir þrír mánuðir og þú ert enn að hafa blæðingar.Brjóst:

Brjóstin geta orðið viðkvæm og aum viðkomu. Svæðið í kringum geirvörtuna getur líka orðið næmara. Þetta getur tekið nokkrar vikur að jafna sig. Það getur verið hjálplegt að vera í góðum brjóstahaldara sem styður vel við.Uppþemba:

Þú getur fundið fyrir uppþembu og vindverkjum. Prógesterón getur haft þessi áhrif sem ganga yfirleitt yfir með tímanum.


Depurð:

Þú gætir fundið fyrir depurð eða meiri tilfinningasveiflum á fyrstu vikunum sem þú tekur prógesterón, t.d Utrogest eða Utrogestan. Gefðu því tíma því þessar aukaverkanir ganga yfirleitt yfir.


Allar þessar aukaverkanir ganga yfirleitt yfir á fyrstu þremur mánuðunum. Ef það eru liðnar nokkrar vikur reyndu þá að þrauka og sjáðu hvað gerist. Ef þú ert enn að glíma við aukaverkanir eftir þrjá mánuði ræddu þá við heilbrigðisstarfsmann.


Aðrir möguleikar: Það eru margar leiðir til þess að taka hormónauppbótarmeðferð/HRT. Ef þér finnst HRT ekki vera að uppfylla væntingar þínar eftir þrjá mánuði athugaðu þá í samráði við heilbrigðisstarfsmann hvort þurfi að breyta lyfjaskammti eða lyfjategund.

Þú getur, í samráði við heilbrigðisstarfsmann, aðlagað skammtinn eftir þinni tilfinningu en mundu að það tekur líkamann nokkrar vikur að bregðast við breytingunni og best er að láta fjórar vikur líða á milli breytinga.


Fylgiseðlar með HRT:

Upplýsingarnar sem fylgja HRT í dag eru úreltar og ónákvæmar.

MHRA (Medicines and Healthcare products Regulatory Agency) er að vinna í því að uppfæra þessar upplýsingar í samræmi við nýjustu rannsóknir sem sýna að notkun HRT er örugg og áhrifarík.


Heimildir:

Newson Health Menopause SocietyHomepage - Newson Health Menopause Society (nhmenopausesociety.org)


Use of hormone replacement therapy and risk of venous thromboembolism: nested case-control studies using the QResearch and CPRD databases - PubMed (nih.gov)


Does hormone replacement therapy cause breast cancer? An application of causal principles to three studies: Part 1. The Collaborative Reanalysis - PubMed (nih.gov)


Does hormone replacement therapy cause breast cancer? An application of causal principles to three studies: part 2. The Women's Health Initiative: estrogen plus progestogen - PubMed (nih.gov)


Does hormone replacement therapy cause breast cancer? An application of causal principles to three studies: part 3. The Women's Health Initiative: unopposed estrogen - PubMed (nih.gov)


HRT - Women's Health Concern (womens-health-concern.org)
1,503 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page