top of page

Hreyfing á breytingaskeiði


Hreyfing hefur áhrif á hormónaheilsuna okkar með þeim hætti að hún getur ýtt undir framleiðslu á kvenhormónunum okkar.

Hreyfing spilar einnig stórt hlutverk þegar kemur að því að viðhalda þyngd og minnka sveiflur á blóðsykri.

Mikilvægt er að hver og ein kona finni hreyfingu sem henni finnst skemmtileg en þá eru meiri líkur á að hún sé endurtekin reglulega.

Vöðva- og beinmassinn okkar minnkar jafnt og þétt með aldrinum. Til að vinna á móti þeirri rýrnun eru styrktaræfingar mjög mikilvægar.

Það er til mikils að vinna þegar stundaðar eru styrktaræfingar vegna þess að þegar við aukum vöðvamassann brennum við fleiri hitaeiningum í hvíld ásamt því að við erum að styrkja beinþéttnina og minnka í leiðinni líkurnar á beinþynningu.


Á breytingaskeiðinu upplifa konur oft mikið orkuleysi og þreytu. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og stunda hreyfingu sem hentar miðað við aðstæður og líðan hverju sinni.


Hvaða hreyfing er best á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf?

  • Mikilvægt er að taka fram að öll hreyfing er af hinu góða. Munið að velja hreyfingu eftir því hvernig ykkur líður.

  • Styrktaræfingar / lyftingar: Rannsóknir hafa sýnt að til þess að vinna á móti vöðva og beinrýrnun eru styrktaræfingar, þá helst lyftingar með frekar þungum lóðum, áhrifaríkastar. Lyftingar hafa líka jákvæð áhrif á grunnbrennsluna okkar vegna þess að stærri vöðvar brenna fleiri hitaeiningum.

  • Plyometrics æfingar eru tegund af höggæfingum sem eru sérstaklega góðar til þess að vinna á móti beintapi. Einnig auka þær snerpu og bæta líkamsstöðuna okkar. Dæmi um plyometricsæfingar / höggæfingar eru sipp og sprellikallar.

  • HIIT (High Intensity Interval Training) æfingar er tegund af lotuþjálfun sem hefur góð áhrif á blóðsykur, hjarta og æðakerfi og fitubrennslu.

  • Yoga og teygjur

  • Göngutúrar/skokk

Lyftingar og HIIT æfingar eru lykill þegar kemur að þyngdarstjórnun.


Næring og hreyfing:

Konur þurfa næringu fyrir æfingu, ekki endilega mikla en þarf að innihalda prótein og kolvetni.

Mikilvægt er að konur borði prótein og kolvetni innan við 30 mínútum eftir æfingu. Tilgangurinn með því er að ýta undir vöðvauppbyggingu og ná Cortisóli (streituhormóninu) niður.


Ef við nærumst ekki vel eftir æfingar eru meiri líkur á streitu, kvíða og jafnvel fitusöfnun á kvið.


Þetta snýst um að búa til hvetjandi umhverfi í líkamanum til þess að hann sé tilbúinn að sleppa fituforðanum sem konur vilja oft gjarnan losna við.


Heimildir:


Stacy Sims. Next level. Rodale New York.

1,258 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page