Október er ekki aðeins mánuður haustlitanna heldur einnig mánuður tileinkaður breytingaskeiðinu. Um ræðir tímabil sem allar konur ganga í gegnum og er því mikilvægt að vekja athygli á þeim líkamlegu og andlegu breytingum sem konur standa frammi fyrir á þessu tíma í lífinu. Opin umræða um breytingaskeiðið er mikilvægur liður í því að auka þekkingu, útrýma fordómum og stuðla að bættri heilsu kvenna.
Þann 18. október er dagur breytingaskeiðsins og hafa Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society/IMS) ákveðið að yfirskriftin árið 2024 sé hormóna-uppbótarmeðferð/HRT.
Við hjá GynaMEDICA tökum þátt eins og síðustu ár og leggjum okkar að mörkum í að fræða almenning þar sem breytingaskeiðið og kvenheilsa er málefni sem við brennum fyrir.
Markmiðið með fræðslunni er að allar konur hafi jafnan aðgang að góðum og gagnreyndum upplýsingum um þetta tímabil í lífinu og geti tekið upplýsta ákvörðun um sína heilsu.
Hvað er breytingaskeiðið/perimenopause:
Breytingaskeiðið/perimenopause er 5-10 ára tímabil fram að tíðahvörfum. Tíðahvörf er dagurinn þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu blæðingum. Á breytingaskeiðinu verður framleiðsla á hormónunum Estrógeni, Prógesteróni og Testósteroni sveiflukennd vegna þess að starfsemi eggjastokkana fer minnkandi. Þessar breytingar gera það að verkum að konur geta upplifað ýmis einkenni. https://www.gynamedica.is/einkennalisti
Breytingaskeiðið er í raun aðlögunartími og markar tímamót á frjósemisskeiði kvenna. Á sama tíma er gott að hugsa þetta tímabil sem seinni hálfleik og huga heildrænt að heilsunni og mögulega gera breytingar ef þörf er á.
Hvenær byrjar breytingaskeiðið:
Meðalaldur breytingaskeiðsins er á milli 40 og 50 ára. En konur geta byrjað að upplifa einkenni upp úr 35 ára og sumar ekki fyrr en um 50 ára. Það er margt sem hefur áhrif á hvenær og hvernig konur upplifa þetta tímabil eins og t.d erfðir, lífsstíll, almennt heilsufar og áfallasaga.
Dæmi um einkenni breytingaskeiðsins:
-Breyting á blæðingum
-Svefnvandamál
-Breyting á andlegri líðan
-Breyting á kynhvöt
-Leggangaþurrkur
-Þvagfærasýkingar
-Minnisvandamál og heilaþoka
-Hita-og svitakóf
-og fleira
Engin kona upplifir breytingaskeiðið eins. Hver og ein kona á sína einstöku upplifun.
Hvað get ég gert til að hafa jákvæð áhrif á einkennin og heilsuna mína á þessum tíma í lífinu:
Regluleg hreyfing
Góð næring sem er rík af próteinum, litríkum trefjaríkum mat úr plönturíkinu og gæta þess að fá nóg af D vítamíni og kalki
Huga að streitunni - með t.d núvitund og yoga
Góðar svefnvenjur
Ræða við heilbrigðisstarfsmann um hormónauppbótarmeðferð/HRT út frá líðan og framtíðarheilsu
Umkringja mig af styðjandi konum sem eru að ganga í gegnum þetta tímabil líka
Ef einkennin eru að hafa truflandi áhrif á þitt daglega líf eða ef þú ert að upplifa þungar og erfiðar blæðingar hafðu þá samband við heilbrigðisstarfsmann sem er vel að sér í breytingaskeiðinu.
Heimilidir
Duralde, E. R., Sobel, T. H. og Manson, J. E. (2023). Management of perimenopausal and menopausal symptoms. BMJ (Clinical Research Ed.), 382, e072612-072612. https://doi.org/10.1136/bmj-2022-072612
Estrogen Matters, Avrum Blooming 2024.
Menopause Brain - Lisa Mosconi
Newson, L. (2023). The definitive guide to the perimenopause and menopause (1. útgáfa). Yellow Kite
XX Brain – Lisa Mosconi 2021
Comments